Allt annað

Birt þann 3. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

10 atriði sem gera golfleikinn skemmtilegri

Nú þegar sumarið er komið, eiga nördar á hættu að lenda í þeim erfiðu aðstæðum að þurfa að spila golf. Hérna eru tíu atriði sem gætu hjálpað til við að gera leikinn skemmtilegri.

 


  1. Í stað þess að garga „FORE!“ skal hrópa „may the FORCE be with you“ – „FORCE” þarf að vera hrópað hátt en hávaðastuðull „may the“ og „be with you“ fer eftir geðþótta nördans hverju sinni (stoltustu nördarnir hrópa þó öll orðin jafnhátt).
  2. Stattu á miðri braut, rífðu þig úr að ofan, búðu þig undir að grípa golfkúlur með munninum og öskraðu „SHO’NUFF” með reglulegu millibili.
  3. Í sjúkrabílnum (sjá nr. 2) biðuru um heilsu-elexír og ef því er svarað neitandi spyrðu sjúkraliðana hvort að þeir hafi nægilegt magn mana fyrir „full heal”.
  4. Málaðu kylfurnar bláar eða rauðar, haltu á þeim eins og sverði og öskraðu á golfkúlurnar „training orb; activate!
  5. Í hvert sinn sem mótspilarinn nær inn á flöt á undan þér, taktu þér stöðu fyrir framan holuna, sláðu niður kylfunni og öskraðu á hann „You shall not pass!
  6. Gríptu golf tí með þumal- og vísifingri og leitaðu á bak við tré og runna. Þegar einhver spyr hvað þú sért að gera, hrekkurðu í kút og segir „pínulitlu vampírurnar, þær eru hérna einhvers staðar!
  7. Ef kúlan lendir í sandgryfju, potaðu í hana nokkrum sinnum með kylfunni og muldraðu eitthvað um að maður sé aldrei of varkár þegar um sandorma er að ræða.
  8. Ef þú ert spurður hvers vegna þú notir ekki tré segðu að það megi kalla þig Járnmanninn.
  9. Þegar einhver æpir „fugl” skimaðu þá í kringum þig skelfingu lostinn og segðu „hversu reiður?”
  10. Þegar einhver segist ætla nota „Wedge”, segðu þá „Antilles?” og hlæðu eins og brjálæðingur.

 

 

 

Eitthvað fleira sem ykkur dettur í hug?
Endilega látið vaða.

 

Mynd: SpikeTV auglýsing

Steinar Logi

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑