Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Samsærið – Nýr ókeypis íslenskur þrautaleikur fyrir PC
    Fréttir1

    Samsærið – Nýr ókeypis íslenskur þrautaleikur fyrir PC

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason5. júní 2012Uppfært:22. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir stuttu gaf íslenska leikjafyrirtækið Gamatic út tölvuleikinn Samsærið. Leikurinn er þrautaleikur sem var þróaður og hannaður af Gamatic, en leikurinn sjálfur er á íslensku. Í leiknum er spilarinn settur í spor persónunar Cian, sem flækist inn í dularfullt morðmál og tekur það upp á sína arma að komast til botns í málinu. Til þess þarf Cian að ferðast á milli staða í S-Evrópu og vera skrefi á undan rannsóknarlögreglunni sem hefur hana grunaða um morðið.

    Til þess að komast áfram í leiknum þarf spilarinn að finna 10 eða fleiri umbeðna hluti sem eru faldir á stillimynd á skjánum. Þegar allir hlutirnir eru fundnir heldur saga leiksins áfram og ný stillimynd með földum hlutum tekur við. Blaðamaður Nörd Norðursins tók sér smá stund til að prufa Samsærið, en óhætt er að segja að þrátt fyrir einfalda uppsetningu leiksins reyndist ekki auðvelt að finna alla hluti sem beðið var um á hverjum skjá, enda voru þeir oft vandlega faldnir í bakgrunni stillimyndarinnar. Því er heppilegt að hægt er að smella á takka sem gefur vísbendingu um hvar næsta hlut er að finna ef viðkomandi er alveg fastur. Þó lenti blaðamaður Nörd Norðursins fljótlega í galla sem hefti spilun leiksins. Á milli stillimynda heldur saga leiksins áfram en á meðan þeim stendur þrengist sjónsvið spilarans. Þessi þrenging hélt sér út yfir í næsta borð leiksins sem gerði u.þ.b. 50% af stillimyndinni ósjáanlega, en þó var hægt að komast hjá þessum galla með því að endurræsa borðið.

    Samsærið lítur einstaklega vel út fyrir leik af þessari gerð og er í grunninn fínasti þrautaleikur. Tónlistin í leiknum er drungaleg og spennandi, og setur spilarinn í vissar stellingar í leit sinni að vísbendingum. Leikurinn er eflaust miðaður að unendum þrautaleikja eða yngri aldurshópum, enda með eindæmum einfaldur í spilun og spilarinn er aldrei undir neinni pressu við að komast áfram.

    Hægt er að nálgast Samsærið ókeypis með því að líka síðu Samsærisins á Facebook.

    – KÓS

    Gamatic Kristinn Ólafur Smárason samsærið
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3: Microsoft kynnir Xbox SmartGlass
    Næsta færsla E3: Afþreyingarpakki væntanlegur fyrir Xbox 360
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.