Íslenskt
Birt þann 16. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Spurt og spilað: Sölvi Tryggvason
Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Að þessu sinni er viðmælandi okkar Sölvi Tryggvason.
Sölvi hefur starfað sem fjölmiðlamaður í tæpan áratug og hefur meðal annars starfað sem fréttamaður hjá Stöð 2, fréttalesari og þáttastjórnandi hjá Stöð 2 og Skjá Einum. Sölvi útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og er hálfnaður með MA nám í blaða- og fréttamennsku í sama skóla.
Hverskonar tölvuleiki spilaru helst?
- Ég spila ekki marga tölvuleiki og hef á síðari árum eiginlega bara spilað fótboltaleiki, sérstaklega Manager leiki.
Uppáhalds tölvuleikur?
- Football Manager (áður Championship Manager).
Fyrsta leikjatölvan?
- Nintendo 64
Uppáhalds leikjatölvan?
- Fyrrnefnd Nintendo er eina leikjatölvan sem ég hef átt.