Bíó og TV

Birt þann 24. febrúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Gagnagrunnur um íslenskar kvikmyndir opnaður

Nú geta unnendur íslenskra kvikmynda glaðst, gagnagrunnur um íslenskar kvikmyndir hefur verið opnaður, þar er að finna um 8.000 manns, 700 fyrirtæki og ríflega 1.200 kvikmyndatitla.
Kvikmyndavefurinn.is er glæsilegur miðlægur gagnagrunnur um íslenskar kvikmyndir. Vefurinn er á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið, en hann var opnaður formlega í dag.

Hægt er að leita eftir myndum (kvikmyndum í fullri lengd, stuttmyndum, heimildarmyndum o.s.frv), persónu (leikstjóra, handritshöfundi, leikara o.s.frv.) eða framleiðslufyrirtæki. Einnig er hægt að fá lista yfir allar íslenskar myndir eftir ártali, flokkum (genre) eða stafrófstöð. Það er misjafnt eftir kvikmyndum hversu miklar upplýsingar og efni er aðgengilegt. Til dæmis er hægt að horfa á stiklur fjölmargra kvikmynda, sækja plaköt og sjá lista yfir leikara myndanna, tæknifólkið, handritshöfunda, leikstjóra o.s.frv.

Kvikmyndamiðstöð Íslands segir að markmið gagnagrunnsins sé að varðveita upplýsingar um íslenskar kvikmyndir sem allir áhugasamir geti nýtt sér, sama hvort um er að ræða áhugamenn, fagfólk eða kynningarstarf erlendis.

Nörd Norðursins óskar Kvikmyndamiðstöð Íslands og öllum Íslendingum innilega til hamingju með þennan öfluga gagnagrunn og stórglæsilegan vef!

Smelltu hér til að lesa fréttatilkynningu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í heild sinni.

Forsíðumynd: 79 af stöðinni.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑