Fréttir1

Birt þann 19. febrúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

Leitin að nördalegasta flúrinu er hafin!

Ert þú eða þekkiru einhvern sem er með nördalegt húðflúr? Nördavefurinn Nörd Norðursins í samstarfi við húðflúrstofuna Bleksmiðjuna hefur leitina að nördalegasta flúri Íslands! Veglegir vinningar eru í boði Bleksmiðjunnar fyrir vinningshafa. Sigurvegarinn fær 25.000 kr. inneign upp í húðflúr hjá Bleksmiðjunni, auk þess fær annar vinningshafi 10.000 kr. inneign.


Það er einfalt að taka þátt!

Þú tekur einfaldlega mynd af flúrinu þínu og sendir myndina ásamt upplýsingum á nordnordursins(at)gmail.com fyrir 23. mars 2012. Þann 23. mars verða allar myndirnar settar inn á Facebook síðuna okkar þar sem kosningin um fyrsta sætið mun fara fram. Það flúr sem fær flest „Like“ fyrir 30. mars sigrar keppnina. Nörd Norðursins og Bleksmiðjan munu einnig fara yfir myndirnar og það flúr sem okkur líst best á lendir í öðru sæti.

 

Hvað er nördalegt flúr?

Nördalegt húðflúr tengist einhverju sem oft er skilgreint sem nördalegt í okkar samfélagi. Húðflúrið getur til dæmis tengst teiknimyndasögu, vísindaskáldskap, fantasíu, tölvuleikjum, ofurhetju, tækni, vísindum, tölvum, forritun, borðspilum, hryllingi og svo framvegis. Dæmi um nördaleg flúr er að finna á Google Images og vefsíðunni GeekyTattoos.com.
Ef þú ert efins um að þitt húðflúr flokkist sem nördalegt, ekki hika við að senda okkur línu á nordnordursins(at)gmail.com.

 

Að senda inn mynd

  • Myndin skal vera í þokkalegri upplausn, í lit, í fókus og ekki breytt í myndvinnsluforriti (minniháttar skerping leyfð).
  • Aðeins ein mynd per húðflúr.
  • Fullt nafn, aldur, netfang og símanúmer þátttakanda verður að koma fram, eins væri gaman að fá að vita hvað flúrið stendur fyrir, hvers vegna þú fékkst þér það og hver gerði flúrið.
  • Myndin verður að vera send á nordnordursins(at)gmail.com fyrir 23. mars (lokað verður fyrir þátttöku þann 22. mars kl. 23:59).
  • Með því að senda inn mynd samþykkir þú reglur og skilmála keppninnar.

 

Reglur og skilmálar

  • Aldurstakmark er 18 ára (ekki nóg að vera á átjánda ári).
  • Þátttakandi verður að vera búsettur og með lögheimili á Íslandi.
  • Aðeins hann/hún sem er með flúrið getur sent inn mynd af því og tekið þátt.
  • Leyfilegt er að senda eina mynd af hverju flúri, svo ef  viðkomandi er með fleiri en eitt flúr sem getur talist sem nördalegt er leyfilegt að senda inn fleiri myndir.
  • Með því að senda okkur mynd gefur viðkomandi okkur leyfi til að birta myndina á heimasíðu okkar (www.nordnordursins.is), Facebook síðu okkar og í tengdar fréttatilkynningar sem mögulega birtast í öðrum miðlum.
  • Aðeins vinningshafi getur notað vinningsupphæðina upp í húðflúr hjá Bleksmiðjunni.
  • Inneignir sigurvegara gilda í 1 ár frá útgáfudegi.
  • Upphæðir (og afgangar) eru ekki borgaðir í peningum.
  • Starfsmenn Nörd Norðursins og Bleksmiðjunnar mega ekki taka þátt í keppninni.
  • Ef viðkomandi sýnir ótillitssemi, ókurteisi og/eða brýtur reglu(r) getur honum/henni verið vísað úr keppni.
  • Nörd Norðursins á rétt á því að breyta reglum og skilmálum.
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



2 Responses to Leitin að nördalegasta flúrinu er hafin!

  1. Pingback: Kjóstu nördalegasta flúrið! | Nörd Norðursins

  2. Pingback: Nördalegasta flúr Íslands – Sigurvegarar | Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑