Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Fancy Pants Global
Fancy Pants Global er fyrirtæki sem er sprottið upp úr ódrepandi ást á tölvuleikjum, hreinum nördaskap og góðri blöndu af bjartsýni og mikilmennsku brjálæði. Fyrirtækið var stofnað árið 2009, þegar það var í tísku að leggja niður starfsemi fyrirtækja en ekki að stofna þau. Fancy Pants Global hefur alla tíð síðanunnið að því að gera líf heimsbyggðarinnar örlítið meira fancy.
Fyrst um sinn var fyrirtækið með höfuðstöðvarsínar í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en í byrjun þessa árs flutti fyrirtækið sig um set og starfar nú í hinusanna hjarta höfuðborgarsvæðisins, Hamraborginni í Kópavogi. Megináhersla Fancy Pants Global er framleiðsla tölvuleikjafyrir iPhone og skyld tæki. Fyrirtækið hefur í samstarfivið Maximús Músíkús ehf. þróað og framleitt Maximus Musicus iPhone leik semhefur fengið glimrandi dóma og lent ofarlegaá sölulistum yfir barna og fræðsluleiki í iTunes. Ennfremur gaf FancyPants Global út forritið Resolver semvirkar sem stoðtæki fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að taka ákvarðanir.
Frá stofnun fyrirtækisins hefur Fancy Pants Global vaxið hægt en örugglega. Í fyrstu voru starfsmenn um 5 en nú hefur starfsmannafjöldi meira en tvöfaldast. Fancy Pants Global vinnur nú aðhinum ýmsu verkefnum. Þeirra á meðal mánefna Maxi‘s Music School sem er tónlistarkennsluvefur fyrir 4-8 ára börn. Vefurinn er þróaður í nánu samstarfi við Maxímús Músíkús ehf. og er styrktur af Rannís. Áætlað er að vefurinn opni í ágúst 2011.
– Texti fenginn úr kynningarblaði Fancy Pants Global á UTmessunni 2011