Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Rainbow Rapture!
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Rainbow Rapture!

    Höf. Nörd Norðursins9. janúar 2012Uppfært:4. júní 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í indí leiknum Rainbow Rapture! (fyrir Windows Phone 7 og Xbox 360) stjórnar spilarinn litlu sætu skýi sem svífur um borgir og sveitir með litríkan regnbogahala á eftir sér. Skýið hefur aðeins eitt markmið í huga: AÐ EYÐA MANNKYNINU!

    Í leiknum þarf spilarinn að viðhalda regnbogahalanum (sem er líf spilarans) sem minnkar hægt og rólega. Til að viðhalda eða stækka halann þarf skýið að a) drepa fólk, b) framkvæma stór stökk eða c) ná aukahlutum. Þegar regnbogahalinn hverfur deyr skýið og leiknum líkur.

    Það eru þrír aukahlutir í leiknum sem gefa skýinu misjafna aukakrafta sem endast aðeins í örstuttan tíma, bíll gefur skýinu aukahraða, olíutrukkur skvettir olíu á skýið og auðeldar því að renna sér meðfram jörðinni (og drepa fólk) og að lokum er Zeppelin-loftfar sem dregur fólk upp í skýið með sogkrafti.

    Það er aðeins eitt borð í leiknum sem er mjög langt, eða jafnvel endalaust (a.m.k. hef ég ekki enn náð að klára það). Yfirborð jarðar er fullt af hólum og hæðum sem skýið þarf að nýta til að framkvæma löng eða há stökk til að stækka regnbogahalann. Þar eru einnig borgir með haug af  mannfólki sem skýið étur miskunarlaust. Uppi á miðjun skjánum er svo lítil talblaðra þar sem ýmislegt skemmtilegt kemur frá skýjinu eins og til dæmis:

    Double rainbow? We’ll tell you what it means.
    It means your doom.

    Til að gera leikinn meira krefjandi heldur leikurinn utan um þitt persónulega met og er með slatta af áskorunum fyrir spilarann, eins og að komast ákveðið langt í leiknum, ná löngu stökki o.s.frv. Það hefði verið stór plús að bjóða spilaranum upp á að senda metin sín á netið á stigatöflu, en það er aðeins boðið upp á slíkt í Windows Phone 7 útgáfu leiksins en ekki Xbox 360.

    Stjórnun leiksins er þægileg og afskaplega einföld þar sem það er aðeins einn takki sem spilarinn þarf að nota. Þegar takkanum er haldið niðri dýfir skýið sér niður og byggir upp hraða og kraft fyrir næsta stökk, en stökkið er framkvæmt með því að sleppa takkanum.

    Grafík og stíll leiksins er teiknimyndalegur og stílhreinn. Gráleitt umhverfi borganna virkar mjög vel með litagleðinni sem fylgir skýinu og regnabogahala þess. Umhverfi leiksins er auk þess síbreytilegt, með mismunandi borgum, náttúru, litum og stærð og gerð hóla.

    Hljóð leiksins er gott og spiladósatónlistin sem spilast í bakrunninum skapar saklausa og barnalega stemningu – sem passar mjög vel við skýjaregnbogamannkynsútrýmingarnar sem standa yfir í leiknum!

    Leikinn er hægt að nálgast ókeypis með auglýsingum fyrir Windows Phone 7 en einnig er hægt að kaupa leikinn fyrir $1.49, eða u.þ.b. 185 kr. Xbox 360 útgáfuna er að finna í indíhorni Xbox markaðarins og kostar 80 Microsoft punkt, eða u.þ.b. 130 kr.

     

    Í stuttu mál…

    Rainbow Rapture! er einfaldur og ávanabindandi smáleikur þar sem allt smellur saman; auðveld spilun, húmor, vel heppnuð grafík, hljóð og tónlist sem passa vel við og síðast en ekki síst frábært skemmtanagildi! Það er auðvelt að mæla með þessari snilld fyrir þá sem eru að leita sér að góðum smáleik sem auðvelt er að grípa í.

    8,5

    indí einkunn

     

    – Bjarki Þór Jónsson

    Bjarki Þór Jónsson Indí leikur Indie game Kindling Leikjarýni Rainbow Rapture smáleikur Windows Phone 7 WP7 xbox 360
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBestu leikja-feilin 2011 [MYNDBAND]
    Næsta færsla Leikjavaktin fylgist með verði tölvuleikja
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.