Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»DOOM 18 ára!
    Fréttir

    DOOM 18 ára!

    Höf. Nörd Norðursins11. desember 2011Uppfært:15. júní 2015Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir rúmum átján árum, nánar tiltekið 10. desember 1993, kom út leikur sem er talinn vera einn mesti áhrifavaldur á þá tölvuleikjamenningu sem við lifum nú við. Leikurinn heitir DOOM og var framleiddur af id Software. DOOM hefur verið sagður vera leikurinn sem gerði fyrstu persónu skotleiki vinsæla með því að hafa möguleika á fjölspilun og stuðning fyrir leikmenn til þess að búa til aukaefni fyrir leikinn. Leikurinn inniheldur mikið ofbeldi og er með satanísku ívafi sem olli því að hann var umtalaður. Í DOOM spilar spilarinn hlutverk geimliða sem verður að berjast í gegnum rannsóknarstöð á Phobos, öðru tungli Mars, og drepa djöfla sem koma frá helvíti.

    Geimliðanum var refsað fyrir að ráðast á yfirmann sinn, sem fyrirskipaði honum að skjóta á almenna borgara, með því að senda hann til Phobos. Herinn sér um öryggi á rannsóknarstöðinni þar sem UAC (Union Aerospace Corporation) gera leynilegar tilraunir með fjarflutning með því að búa til gáttir á milli tunglanna Phobos og Deimos. Eitthvað fer úrskeiðis og Deimos hverfur og „hrein illska“ streymir í gegnum gáttina. Starfsmenn UAC eru annaðhvort drepnir eða andsettir og geimliðarnir eru kallaðir til starfa.

    Í fréttatilkynningu frá 1. janúar 1993 sögðu id Software að þeir gerðu ráð fyrir því að DOOM myndi verða „ástæða númer eitt fyrir minni afköstum á vinnustöðum á heimsvísu“. Þessi spá var nokkuð rétt því mikið var um það að DOOM var spilaður á vinnustöðum og hann truflaði oft nettengingar þegar margir innan sama fyrirtækisins voru að spila fjölspilun. Intel, Lotus Development og fleiri eru meðal þeirra samtaka sem bættu við regluverk sín sérstaklega að bannað væri að spila DOOM á vinnutíma. Seinni hluta árs 1995 var áætlað að DOOM væri inn á fleiri tölvum en notuðust við stýrikerfið Windows 95.

    Seinni hluta árs 1995 var áætlað að DOOM væri inn á fleiri tölvum en notuðust við stýrikerfið Windows 95.

    Eitt er víst, að með komu DOOM var settur hornsteinn í tölvuleikjaumhverfið sem er til í dag ogmegum við þakka id Software fyrir það. Þannig að ef þið gleymduð að óska þessum leik til hamingju með daginn, þá munið þið það næst. Við mælum með minnismiða í símann.

     

    Heimild: Wikipedia

    – Daníel Páll

    Daniel Pall Johannsson Doom id Software
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpike Video Game Awards 2011
    Næsta færsla Íslenski Spectrum leikurinn Leitin – myndband
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.