Birt þann 11. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0DOOM 18 ára!
Fyrir rúmum átján árum, nánar tiltekið 10. desember 1993, kom út leikur sem er talinn vera einn mesti áhrifavaldur á þá tölvuleikjamenningu sem við lifum nú við. Leikurinn heitir DOOM og var framleiddur af id Software. DOOM hefur verið sagður vera leikurinn sem gerði fyrstu persónu skotleiki vinsæla með því að hafa möguleika á fjölspilun og stuðning fyrir leikmenn til þess að búa til aukaefni fyrir leikinn. Leikurinn inniheldur mikið ofbeldi og er með satanísku ívafi sem olli því að hann var umtalaður. Í DOOM spilar spilarinn hlutverk geimliða sem verður að berjast í gegnum rannsóknarstöð á Phobos, öðru tungli Mars, og drepa djöfla sem koma frá helvíti.
Geimliðanum var refsað fyrir að ráðast á yfirmann sinn, sem fyrirskipaði honum að skjóta á almenna borgara, með því að senda hann til Phobos. Herinn sér um öryggi á rannsóknarstöðinni þar sem UAC (Union Aerospace Corporation) gera leynilegar tilraunir með fjarflutning með því að búa til gáttir á milli tunglanna Phobos og Deimos. Eitthvað fer úrskeiðis og Deimos hverfur og „hrein illska“ streymir í gegnum gáttina. Starfsmenn UAC eru annaðhvort drepnir eða andsettir og geimliðarnir eru kallaðir til starfa.
Í fréttatilkynningu frá 1. janúar 1993 sögðu id Software að þeir gerðu ráð fyrir því að DOOM myndi verða „ástæða númer eitt fyrir minni afköstum á vinnustöðum á heimsvísu“. Þessi spá var nokkuð rétt því mikið var um það að DOOM var spilaður á vinnustöðum og hann truflaði oft nettengingar þegar margir innan sama fyrirtækisins voru að spila fjölspilun. Intel, Lotus Development og fleiri eru meðal þeirra samtaka sem bættu við regluverk sín sérstaklega að bannað væri að spila DOOM á vinnutíma. Seinni hluta árs 1995 var áætlað að DOOM væri inn á fleiri tölvum en notuðust við stýrikerfið Windows 95.
Seinni hluta árs 1995 var áætlað að DOOM væri inn á fleiri tölvum en notuðust við stýrikerfið Windows 95.
Eitt er víst, að með komu DOOM var settur hornsteinn í tölvuleikjaumhverfið sem er til í dag ogmegum við þakka id Software fyrir það. Þannig að ef þið gleymduð að óska þessum leik til hamingju með daginn, þá munið þið það næst. Við mælum með minnismiða í símann.
Heimild: Wikipedia