Fjórða ágúst síðastliðinn kom súrealíski hryllingsleikurinn Complex 629 út á Steam leikjaveitunni. Leikjahönnuðurinn Ingibjörn Margeir, eða Lillex líkt og hann kallar sig, er höfundur leiksins og gefur leikinn út undir nafninu LillexStudios. Leikurinn var í um ár í þróun og var búinn til í Game Maker Studio leikjavélinni. Ingibjörn þróaði leikinn alfarið sjálfur og sá um allt frá forritun yfir í grafík. Tómas Freyr, bróðir Ingibjörns, sá um tónlistina í leiknum.
Ég hef síðan fyrstu línu forritsins verið í basli við að útskýra leikinn á hefðbundinn hátt því hann er svo einkennilegur.
Complex 629 er fyrsti leikur Lillex sem segir að það sé nokkuð erfitt að lýsa leiknum í einföldu máli. „Ég hef síðan fyrstu línu forritsins verið í basli við að útskýra leikinn á hefðbundinn hátt því hann er svo einkennilegur. Hingað til hef ég lent á að tagga hann sem psychological horror leik sem segir óþægilegan söguþráð í óhugnarlegri súrealist Ásbrú blokk.“

Á Steam er leiknum lýst sem sögudrifnum og litríkum sálfræði-hryllingi þar sem þú þarft að kanna blokkina sem var byggð af sjálfum djöflinum. „Þú byrjar fyrir utan heimili þitt, Blokk 629 en þú manst ekkert annað. Aðrir íbúar sem þú hittir á leiðinni dýpra inn í blokkina tala um djöfulinn sem arkítekt ganganna.“ segir Ingibjörn. Spilarar þurfa meðal annars að vara sig á skrímsli, grafa snjó og safna peningum til að kaupa ýmsan varning og opna fyrir aðgang að öðrum svæðum í blokkinni. „Leiðin sem sagan er sögð fer fram í gegnum abstract cutscenes og tal við aðra íbúa. Hver íbúi hefur sína eigin sögu að segja en þau hafa öll skrifað undir samning djöfulsins. Flestir sem ég hef heyrt til baka frá segja að leikurinn sé rosa fyndinn. BigGamingPlus á YouTube notar titilinn „The Most HILARIOUS Dialogue I’ve Ever Seen In A Game“ og ég held að það lýsir honum vel.“
Hver íbúi hefur sína eigin sögu að segja en þau hafa öll skrifað undir samning djöfulsins.

… sagan kemur frá minni löngun til þess að skapa eitthvað sem er hægt að tæta í sundur og upplifa á einstakan hátt.
En hvaða kom þessi hugmynd? „Hugmyndin á bak við leikinn kom frá blokkinni sem hann er byggður á. Lindarbraut 629 á Ásbrú, ég bjó þar og það var alltaf svo skrítið að tala við aðra sem bjuggu þarna með mér. Við öll höfum eitt sameiginlegt. Við vorum skítblönk og það er hvaðan þessi samningur við djöfulinn kom. Ég reyndi mitt besta að endurspegla hvernig það er raunverulega að tala við einhvern á göngunum í Ásbrú blokk og það er bara oft sorglegt eða fyndið. Hryllingurinn í leiknum kemur bara frá því að ég elska hrylling sem listform og sagan kemur frá minni löngun til þess að skapa eitthvað sem er hægt að tæta í sundur og upplifa á einstakan hátt.“ segir Ingibjörn að lokum.
