Rithöfundurinn George R.R. Martin er á leið til landsins vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir en hann er einn af gestum hátíðarinnar. Í dag birti Nexus, nördaverslun Íslendinga, tilkynningu um að höfundurinn sé væntanlegur í verslun Nexus þann 15. nóvember til að árita bækur. George R.R. Martin er höfundur A Song of Ice and Fire seríunnar sem Game of Thrones sjónvarpsþættirnir eru byggðir á og er jafnframt einn af höfundum Elden Ring tölvuleiksins.
Takmarkaður fjöldi kemst að í áritun og er miðast við 300 gesti. Fyrirkomulagið virkar með þeim hætti að þeir 300 fyrstu sem mæta í Nexus við opnun verslunarinnar á laugardaginn fá númeruð armbönd sem gilda í áritunina. Verslunin opnar kl. 11:30 en rétt fyrir kl. 14:00 verður byrjað að hleypa armbandshöfum í hollum inn í spilasalinn og í áritun.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér á Facebook-síðu Nexus.
Mynd: Nexus á Facebook
