Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro
    Leikjarýni

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson2. maí 2025Uppfært:2. nóvember 2025Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í desember í fyrra leikurinn Indiana Jones and the Great Circle kom út á PC og Xbox Series og fékk fína dóma með um 86 af 100 á Metacritic vefnum. Við tókum fyrir PC útgáfu leiksins hérna á Nörd Norðursins og gáfum honum 4 af 5 mögulegum í einkunn.

    “Það var ljóst að The Great Circle var gerður af fólki sem hefur séð myndirnar um Indiana Jones örugglega svipað oft og ég í gegnum árin. Ást þeirra á viðfangsefninu var mjög sjáanleg í gegnum spilun mína á leiknum og margir skemmtilegir nostalgíu-partar í leiknum fyrir þá sem hafa haft gaman af myndunum í gegnum árin. Þeir sem hafa ekki mikinn áhuga á þessum kvikmyndum fá líklega minna úr leiknum en þeir sem þekkja vel til ævintýra Indys.”

    PlayStation eigendur þurftu að bíða eftir leiknum og kom hann loksins út fyrir PS5 og PS5 Pro þann 17. apríl síðastliðinn.

    Leikurinn hefur verið uppfærður til að nýta þá möguleika sem PS5 og PS5 Pro leikjavélarnar bjóða upp á eins og DualSense stuðningur með aðlögunartækni og betri hristitækni.

    PlayStation 5 Pro uppfærslur leiksins gera hann enn betri en áður og að mínu mati einn af betri PS5 Pro leikjum hingað til. Leikurinn keyrir enn betur og með jafnari rammahraða (fps), það er betri stuðningur með Ray-tracing tæknina og upplausnin er hærri.

    Ef leikurinn er spilaður á venjulegri PS5 eða Xbox Series þá er fólk ekkert að missa of miklu samt. Þetta er enn sami góði leikurinn og kom út í fyrra bara slípaðri og betrumbættri.

    Ég sökkti ófáum tímum í PC og Xbox Series útgáfur leiksins í fyrra og er búinn að hafa gaman að renna í gegnum hann aftur nú á PS5. Það er auðvelt að mæla með þessum leik fyrir þá sem hafa gaman að góðum ævintýraleikjum, og ekki verra er ef þið hafið haft gaman af kvikmynda seríunni sem George Lucas og Steven Spielberg gerðu saman.

    Machine Games komu skemmtilega á óvart með nýju ævintýri um Indiana Jones en þeir höfðu hingað til verið þekktastir fyrir endurvakningu Wolfenstein-seríu Id Software og Bethesda Games sem hittu vel í mark.

    Leikurinn tekur um 125 GB pláss á SSD drifi PS5 eða PS5 Pro sem er eitthvað sem fylgir straumnum í leikjabransanum í dag þar sem stærðir á tölvuleikjum hafa vaxið gríðarlega síðustu árin.

    PlayStation eigendur eiga von á góðu ævintýri í stíl Indiana Jones and the Great Circle og mæli ég með að skoða gagnrýni leiksins á Nörd Norðursins fyrir þá sem vilja kynna sér meira og hafið engar áhyggjur, það eru engir spillar í textanum.

    Eintak í boði útgefanda.

    Indiana Jones and the Great Circle

    8 Góður

    Skemmtilegt ævintýri sem hittir í nostalgíuna.

    • Einkunn lesenda (1 atkvæði) 8
    Bethesda Indiana Jones Machine Games microsoft PS5 PS5 Pro The Great Circle xbox Xbox Games Studios
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGTA 6 seinkað til 26. maí 2026
    Næsta færsla Ný stikla fyrir Grand Theft Auto VI
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.