Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Ubisoft heldur áfram að kynna kerfi AC Shadows
    Fréttir

    Ubisoft heldur áfram að kynna kerfi AC Shadows

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson18. janúar 2025Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þrátt fyrir nokkra seinkun á Assassin’s Creed: Shadows heldur útgefandinn Ubisoft áfram að kynna  það sem er nýtt í leiknum. Búið var að taka fyrir að laumast um í leiknum, bardaga og parkour í fyrri kynningum.

    Nú er komið að því að skoða hvernig heimur AC: Shadows er kannaður.

    Í nýjustu umfjöllun um leikinn á vef Ubisoft má finna ýmsa fróðleiksmola eins og;

    • Kort leiksins er dýnamískt og uppfærist eftir hve mikið af heiminum þú hefur kannað.
    • Útsýnisstaðir er ný leið til að fylgjast með og uppgötva ný tækifæri.
    • Leiðsögumenn og þeirra hlutverk að safna saman upplýsingum, smygla vörum og stöðva viðvaranir til óvina.
    • Það verða mismunandi hlutir að gera í heiminum, eftir hvaða aðalpersóna er spiluð í leiknum.

    Assassin’s Creed: Shadows mun færa ævintýri AC seríunnar til Japans árið 1579. Þessi tími var róstursamur og það var stutt í að landið steyptist í borgarastyrjöld. 

    Eftir nokkur strembin ár hjá Ubisoft þar sem útgáfa leikja þeirra hefur gengið misvel í sölu og dómi gagnrýnenda og leikmanna, virðist vera að fyrirtækið sé loksins að reyna að breyta eihverju hjá sér.

    Ubisoft hefur staðfest að það verður ekki Season Passi eða snemmbúin aðgangur að AC: Shadows, eins og var með Star Wars: Outlaws, Skull and Bones o.fl. Fyrirtækið hefur staðfest að fyrsta DLC eða niðurhalsefni leiksins verður frítt, fyrir þá sem forpanta leikinn. Annars verður hægt að kaupa það og annað efni fyrir leikinn síðar.

    Assassin’s Creed: Shadows á nú að koma út þann 20. mars á PC, Mac, PlayStation 5 og Xbox Series vélarnar.

    AC Assassin's Creed Shadows Assassins Creed pc PS5 Ubisoft Xbox Series X Xbox Series X|S
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjavarpið #55 – Leikir ársins 2024 og Switch 2 orðrómar
    Næsta færsla Leikjavarpið #56 – Væntanlegir leikir 2025
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.