Leikjavarpið

Birt þann 13. janúar, 2025 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjavarpið #55 – Leikir ársins 2024 og Switch 2 orðrómar

Leikjavarpið hefur göngu sína aftur eftir jólafrí. Í þessum fyrsta þætti ársins fara þeir Daníel Rósinkrans, Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn og Steinar Logi yfir þá leiki sem stóðu upp úr á árinu. Þar má nefna leiki á borð við Astro Bot, Balatro, Like a Dragon: Infinite Wealth og Silent Hill II. Leikjalistann í heild sinni má finna hér en hann samanstendur af 22 leikjum.

CES tæknisýningunni í Bandaríkjunum lauk fyrir nokkrum dögum en þar fóru af stað orðrómar um útgáfu Switch 2. Rætt er um þessa orðróma í þættinum og við hverju má búast frá Nintendo.

Mynd: Samsett mynd (Astro Bot, Dragon’s Dogma II og Like a Dragon: Infinite Wealth)

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑