Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Spilum saman í skammdeginu: Nokkrir góðir sófasamvinnuleikir
    Greinar

    Spilum saman í skammdeginu: Nokkrir góðir sófasamvinnuleikir

    Höf. Unnur Sól3. desember 2024Uppfært:3. desember 2024Engar athugasemdir7 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nú þegar dagarnir styttast og nístingskuldi heltekur landið þá verða samverustundirnar inni í hlýjunni enn dýrmætari. Ég fer alltaf að leita af skemmtilegum sófasamvinnuleikjum (e. couch co-op) þegar líður að jólum til að spila með mínu nánasta fólki. Það er eitthvað við að spila tölvuleiki saman hlið við hlið sem gerir upplifunina svo skemmtilega og maður nær að tengjast fólkinu sínu mun betur en að spila saman á netinu.

    Við hjá Nörd Norðursins höfum tekið saman lista yfir frábæra co-op leiki sem henta fullkomlega fyrir veturinn! Hvort sem þú ert að skipuleggja fjölskyldukvöld, vinahitting eða notalega kvöldstund með ástinni, þá vonum við að þú finnir leik sem vekur upp hlýjar og skemmtilegar stundir með þínum nánustu.

    Fjölskylduleikir

    Leikir sem gaman er að spila með fjölskyldu eða vinum.

    1. Overcooked! All You Can Eat

    TegundHermileikur / Partýleikur
    Fjöldi spilara2–4
    AldurstakmarkPEGI 3
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2020

    Í þessum eldhúskaosleik þurfa spilarar að vinna saman til að matreiða, þrífa og þjóna mat á hraðferð. Fullkomið fyrir fjölskyldur sem vilja hlæja saman og æpa yfir því að „einhver gleymdi lauknum!“.

    2. Lego Star Wars: The Skywalker Saga

    TegundÆvintýra-/þrautaleikur
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 7
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2022

    Með léttu gríni, einföldum þrautum og litríkum Lego-heimi er þessi leikur fullkominn fyrir Star Wars-aðdáendur og fjölskyldur sem vilja njóta samverustunda í tölvuleikjum. Lego-leikirnir bjóða upp á ómótstæðilega blöndu af húmor og skemmtun, og í raun má segja að þeir séu ávallt öruggur valkostur fyrir frábæra fjölskyldustund. Veljið þann Lego-heim sem heillar ykkur mest, hvort sem það er Star Wars, Harry Potter eða jafnvel Jurassic World – og látið leikgleðina flæða!

    3. Don’t Starve Together

    TegundSurvival / Sandkassi
    Fjöldi spilara2–4
    AldurstakmarkPEGI 12
    LeikjavélarPC, PS4, Xbox One, Nintendo Switch
    Útgáfuár2016

    Lifðu af í dularfullum heimi þar sem skrímsli og hungur ógna tilveru ykkar. Leikurinn reynir á sköpunargáfu og samvinnu.

    4. Mario Kart 8 Deluxe

    TegundKappakstursleikur
    Fjöldi spilara2–4
    AldurstakmarkPEGI 3
    LeikjavélarNintendo Switch
    Útgáfuár2017

    Keppið á litríkum brautum, notið galdraskeljar og skemmtið ykkur konunglega í þessum sígilda kappakstursleik. Þó að hann sé í grunninn andstæða samvinnuleiks fær keppnisskapið svo sannarlega að blómstra hér! Leikurinn er frábær fyrir alla aldurshópa, þar á meðal yngstu spilarana, þar sem hægt er að stilla erfiðleikastig fyrir hvern leikmann og gera leikinn aðgengilegan fyrir alla.

    Auk þess er til viðbótarpakki með fleiri skemmtilegum brautum sem lengja leikgleðina enn frekar!

    5. Minecraft

    TegundSandkassaleikur / Ævintýri
    Fjöldi spilara2–4
    AldurstakmarkPEGI 7
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2011

    Það er ekki hægt að sleppa að nefna þennan klassíska sandkassaleik þar sem hann er fullkominn fyrir fjölskyldur til að spila saman, hann er alveg jafn skemmtilegur fyrir alla aldurshópa. Byggið saman, berjist við óvini eða kannið endalausan heim í Minecraft.

    6. Rayman Legends

    TegundPlatformer
    Fjöldi spilara2–4
    AldurstakmarkPEGI 7
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2013

    Litríkur og glaðlegur platformer-leikur með grípandi tónlist og fjölbreyttum borðum sem gleðja alla fjölskylduna.

    7. Sackboy: A Big Adventure

    TegundPlatformer / Ævintýri
    Fjöldi spilara2–4
    Aldurstakmark PEGI 7
    LeikjavélarPS4, PS5, PC
    Útgáfuár2020

    Skemmtilegur leikur sem hentar vel fyrir bæði börn og fullorðna, þar sem þú og vinir þínir leysið þrautir í litríkum heimi.

    8. Mario Party

    TegundPartýleikur / Minileikir
    Fjöldi spilara2–4
    AldurstakmarkPEGI 3
    LeikjavélarNintendo Switch
    Útgáfuár2021

    Fullkomnir leikir fyrir fjölskyldukvöld. Keppið í minileikjum og náið á toppinn á spilaborðinu. Nýlega kom út leikurinn Mario Party Jamboree sem lofar rosalega góðu. Super Mario Party, Mario Party Superstars og Mario Party Jamboree eru allt Mario Party leikir sem hægt er að nálgast á Switch. Leikurinn líkist rafrænu borðspili, þar sem maður ferðast áfram á teningaköstum og er stútfullt af litlum leikjum fyrir fólk á öllum aldri.

    9. Boomerang Fu

    TegundPartýleikur / Hasar
    Fjöldi spilara2–6
    AldurstakmarkPEGI 7
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2020

    Þessi skemmtilegi hasarleikur býður upp á einfaldar, en ótrúlega spennandi bardagaviðureignir þar sem matarfígúrur skjóta og skera hver aðra með búmeröngum. Fullkominn leikur fyrir vinahópa og fjölskyldur sem elska hraða og húmor. Hægt er að breyta stillingum og leikreglum til að skapa fjölbreytt og nýja upplifun í hverri lotu.

    10. Gang Beasts

    TegundPartýleikur / Minileikir
    Fjöldi spilara2–4
    AldurstakmarkPEGI 3
    LeikjavélarNintendo Switch
    Útgáfuár2021

    Gang Beasts er sprenghlægilegur bardagaleikur þar sem skrítnar gelkallalíkar fígúrur slást á hættulegum leiksvæðum. Leikurinn er auðvelt að læra en erfitt að verða góður í og hentar sérstaklega vel fyrir fjölskyldur og vinahópa sem vilja mikið hlátraskall og smá keppnisskap.

    Er kominn tími fyrir date night?

    1. It Takes Two

    TegundÆvintýri / Þrautaleikur
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 12
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2021

    Leikurinn fylgir sögu hjóna sem eru að takast á við erfiðleika í sambandinu sínu en breytast óvænt í leikföng. Þið þurfið að vinna saman til að komast áfram í litríkum og skapandi heimi fullum af þrautum. It takes two var valinn leikur ársins 2021 af lesendum Nörd Norðurssins (sjá hér).


    2. Unravel Two

    Tegund Platformer / Þrautaleikur
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 7
    LeikjavélarPC, PS4, Xbox One, Nintendo Switch
    Útgáfuár2018

    Tveir litlir garnkarlar ferðast saman í heimi sem er bæði fallegur og krefjandi. Leikurinn er rólegur og kallar á góða samvinnu.


    3. Cuphead

    TegundSkotleikur / Platformer
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 7
    LeikjavélarPC, PS4, Xbox One, Nintendo Switch
    Útgáfuár2017

    Leikurinn er innblásinn af teiknimyndum frá 20. öld og sameinar mjög krefjandi spilun og frábærann gamaldags listastíl. Þessi leikur er frábær fyrir pör sem vilja erfiðari leikjaupplifun og fá að svitna smá saman!


    4. A Way Out

    TegundÆvintýri / Þrautaleikur
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 18
    LeikjavélarPC, PC, PS4, Xbox One
    Útgáfuár2018

    Þessi einstaki leikur krefst þess að það séu tveir spilarar og fylgir sögu tveggja fanga sem reyna að flýja úr fangelsi. Hann býður upp á grípandi sögu og er heldur einfaldur í spilun svo hann hentar þeim sem eru ekki vanir tölvuleikjaspilarar. Leikurinn er frá sömu framleiðundum og sem gerðu verðlaunaleikinn It takes two.


    5. Knights and Bikes

    TegundÆvintýri / Þrautaleikur
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 7
    LeikjavélarPC, PS4, Nintendo Switch
    Útgáfuár2019

    Þessi heillandi indie leikur fylgir tveimur börnum á hjólum sem kanna dularfulla eyju. Hann er líflegur, litríkur og fullkominn fyrir pör sem vilja eitthvað létt og hjartnæmt.


    6. Haven

    TegundÆvintýri / RPG
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 12
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2020

    Leikurinn fylgir ástfangnu pari sem hefur flúið plánetuna sína til að byrja nýtt líf saman. Hann er afslappandi og býður upp á fallega rómantíska sögu með einföldu spilunarkerfi.


    7. Pode

    TegundÞrautaleikur
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 3
    LeikjavélarPC, PS4, Nintendo Switch
    Útgáfuár2018

    Þessi norski leikur byggir á samvinnu tveggja persóna sem kanna helli og leysa þrautir saman. Leikurinn er fallegur, rólegur og krefst góðrar samskiptafærni.


    8. Borderlands 2

    TegundSkotleikur / Hlutverkaleikur
    Fjöldi spilara2
    AldurstakmarkPEGI 18
    LeikjavélarPC, PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series X|S, Nintendo Switch
    Útgáfuár2012

    Ef þið viljið hasar, húmor og epísk ævintýri, þá er Borderlands 2 fullkominn leikur fyrir ykkur. Leikurinn er þekktur fyrir skemmtilega persónusköpun, endalausa fjölda vopna og ótrúlega kímnigáfu. Þið getið sameinað krafta ykkar til að berjast gegn óvini, kannað stóran opinn heim og leyst ýmis skemmtileg verkefni. Hann hentar vel fyrir vinahópa og pör sem eru til í adrenalínspennu og óhefðbundinn húmor. Borderlands 3 kom einnig út árið 2019 og er líka skemmtilegur ef þið eruð búin með 2 og viljið meira!


    Þetta er aðeins brot af þeim fjölmörgu sniðugu samvinnuleikjum sem hægt er að spila í vetur. Auk þess eru til margir vinsælir leikir með co-op möguleika, eins og til dæmis Stardew Valley, sem hefur heillað spilara með afslöppuðu tempói og sjarma, og margir af klassísku Nintendo leikjunum, þar á meðal Kirby and the Forgotten Land og Super Mario Bros. Wonder.

    Portal 2 stendur þó alltaf upp úr hjá mér þegar kemur að samvinnuleikjum. Þrátt fyrir aldur er hann enn ótrúlega skemmtilegur og ég vona að hann verði endurgerður fyrir PS5 einn daginn. Fyrir þá sem eru með PC og split-screen uppsetningu er hann fullkominn fyrir næsta date night – klassík sem klikkar ekki.

    Hvort sem þú ert að leita að léttum og fyndnum leik eða einhverju meira krefjandi, þá er eitthvað á þessum lista sem hentar. Náðu í stýripinnana, skelltu þér á sófann og láttu gleðina taka yfir!

    Ef þú hefur spilað einhverja af þessum leikjum, eða ef þú hefur fleiri tillögur, endilega deildu með okkur í athugasemdunum! Við elskum að heyra frá öðrum leikjaspilurum. Góða skemmtun og njótið samverunnar! 🎮✨

    Leikjalisti tölvuleikir Unnur Sól
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaDredge
    Næsta færsla Tveggja vikna Game Jam á Íslandi í desember
    Unnur Sól

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.