Birt þann 9. september, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Gefum fjóra miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu
Tölvuleikjatónleikar verða haldnir í Hörpu föstudaginn 13. september og laugardaginn 14. september næstkomandi. Að því tilefni ætlum við hjá Nörd Norðursins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands að gefa fjóra miða á tónleikana! Leikurinn fer fram á Facebook-síðu Nörd Norðursins og á TikTok og verða tveir vinnigshafar dregnir úr lukkupottinum þann 11. september – einn á Facebook og einn á TikTok. Vinningshafar fá gjafamiða sem gildir fyrir tvo á tónleikana.
Með annars verða spiluð lög úr Fallout, Fortnite, EVE Online, Starfield, Kingdom Hearts, Baldur’s Gate og Hades.
Það er Sinfóníuhljómsveit Íslands og Söngsveitin Fílharmónía sem mun flytja tónlist úr völdum tölvuleikjum á tónleikunum. Með annars verða spiluð lög úr Fallout, Fortnite, EVE Online, Starfield, Kingdom Hearts, Baldur’s Gate og Hades. Hin írska Eímear Noone er hljómsveitastjórinn en hún er margverðlaunað tölvuleikjatónskáld og hefur samið tónlist við vinsæla tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Overwatch.
Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt í gjafaleiknum en til að tryggja sér miða er hægt að kaupa miða á Tix.is: https://tix.is/is/event/17650/tolvuleikjatonlist-me-sinfo/
@nordnordursins Viltu vinna miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu þann 13. september? Við drögum vinningshafa um kvöldið þann 11. september 🥳 Boðsmiðar eru í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands ❤️ #samstarf #sinfó #tölvuleikir #gjafaleikur #tónleikar #nordnordursins #harpa
♬ Vault 111 (Fallout 4 Main Theme) – Rozen