Leikjarýni

Birt þann 7. júní, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

0

Vel heppnuð útgáfa af Company of Heroes 3

Vel heppnuð útgáfa af Company of Heroes 3 Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Vel heppnuð útgáfa af herkænsku leik á leikjavélum.

4

Fín skemmtun


Lengi hefur þótt erfitt að færa herkænskuleiki (RTS) frá PC tölvum yfir á leikjavélarnar. Mörg fyrirtæki hafa reynt það í gegnum árin en fæst hafa náð góðum árangri.

Þó eru til undantekningar eins og Halo Wars á Xbox 360, SimCity á SNES, Lord of The Rings: The Battle For Middle Earth 2 á Xbox 360 og The Outfit á sömu leikjavél og kom út árið 2006 og var gerður af Relic.

Relic Entertainment er þekkt nafn í herkænskuleikjum með seríur á borð við Homeworld, Warhammer 40K Dawn of War, Age of Empires IV og síðan Company of Heroes leikina.

Company of Heroes 3 (CH 3) kom út fyrr á þessu ári fyrir PC og fékk fína dóma og er með um 80% í einkunn á Metacritic. Nú bætast PlayStation 5 og Xbox Series X/S tölvurnar við hasarinn með Company of Heroes 3: Console Edition sem kom út fyrir stuttu.

Ég renndi í gegnum Xbox Series X útgáfu leiksins og bar hana saman við PC útgáfuna sem ég hef einnig spilað.

Tvær herferðir að takast á við

Í CH 3 eru tvær herferðir í boði, ein í Norður-Afríku og er sú herferð mjög lík eldri leikjum þar sem leikmenn leiða smærri herdeildir í gegnum þekktar orrustur úr seinni heimsstyrjöldinni. Sú seinni gerist á Ítalíu og spannar bæði hefðbundna bardaga úr CH-leikjunum og síðan stórt herkænskuborð þar sem þú færð að velja hvert herir þínir fara, hvernig þú ræðst á óvinina og í hvaða röð þú tekst á við verkefnin. Það eru herforingjar sem eru undir þinni stjórn sem gefa þér ráð og vilja oft að þú takist á við bardagana á vissa vegu. Einn er oft aðeins varkári á meðan hinn vill ráðast á óvinina með öllu tiltæku. Það eru auðvitað kostir og gallar við plön þeirra beggja.

Ég fann fljótt í byrjun eins verkefnisins að þar sem ég hlustaði á þann breska þá hafði ég aðgang að orrustuskipi undan ströndum borðsins sem ég gat kallað til að ráðast á brýr sem ég þurfti að eyðileggja. Án þess þurfi ég að byggja upp sterkari her og vinna mig hægt að þeim til að sprengja í tætlur og stöðva heri óvinarins. Því meira sem þú styður vissan herforingja því meira bætirðu samband ykkar og vinnur þér inn bónusa sem koma að notum í verkefnum leiksins.

Þessi „dýnamíska“ herferð hjálpar til að gera leikinn ólíkan í hvert sem hann er spilaður og minnti mig oft á Total War-leikina og hvernig þeir eru spilaðir. Þetta er hluti af nýrri nálgum CH 3 til fríska upp á leikinn og bæta endurspilun hans.

Tactical Pause

Það sem „seldi“ mér leikinn á leikjavél var nýjungin að geta stöðvað hasarinn hvenær sem er með „tactical pause“ með því að ýta niður á vinstri pinna Xbox eða PlayStation fjarstýringarinnar þá stöðvast allt og þú getur horft yfir vígvöllinn, gefið vissum sveitum skipanir, notað sérhæfileika þeirra, hoppað aftur í herstöð þína til að byggja farartæki eða nýjar sveitir og síðan smellt aftur á takkann til að byrja hasarinn á nýju. Þetta hjálpar mikið með það vandamál að geta ekki brugðist nógu hratt við með hefðbundinni fjarstýringu í stað mús og lyklaborðs.

Viðmót leiksins hefur verið straumlínulagað til að henta leikja vélunum, og er auðvelt að kalla upp valmyndir til að velja sveitir eða vissa hæfileika til að nota.

Fjölspilun

Hægt er að spila leikinn með og á móti öðrum í gegnum internetið í 1v1 til 4v4 keppnum á 14 mismunandi borðum sem spanna helstu átakasvæðin og fjóra heri til að velja á milli.

Síðan er hægt að skella sér í co-op spilun með öðrum á móti tölvunni til að læra betur á leikinn og það sem hann býður upp á.

Lokaorð

Ég verð að segja að Company of Heroes 3: Console Edition kom skemmtilega á óvart og virkar fínn í spilun á leikjavél í stað PC. Ég veit ekki hvort að ég myndi skipta algerlega yfir frá PC til PlayStation eða Xbox Series, en taktíska pásan sem leikurinn er með hjálpar gríðarlega mikið upp á að gera leikinn hentugri til spilunar í leikjatölvu.

Að mestu keyrði leikurinn vel á Xbox Series X vélinni, þó var eitthvað um hnökra þegar mikið var að gerast og sumir partar leiksins hefðu mátt líta aðeins betur út þegar zoom-að var mjög nálægt þeim. 

Þeir sem hafa gaman af herkænskuleikjum þá er vel þess virði að skella sér á CH 3 og sjá hvað vígvellir Ítalíu og N-Afríku hafa uppá að bjóða.

Eintak var í boði útgefanda.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑