Birt þann 18. maí, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
Sony kynnir nýjar PS áskriftaleiðir
Sony hefur kynnt nýja uppfærslu við PlayStation Plus áskriftarþjónustuna sem verður aðgengileg í næsta mánuði.
Við fyrstu sýn virðist vera heldur flókið að ákveða hvaða áskriftarplan hentar hverjum og einum best en við reynum að útskýra það nánar hér fyrir neðan.
Það er ekki en komið á hreint eins og er hvaða leiðir verða í boði á íslensku PSN búðinni, en samkvæmt okkar heimildum skýrist það vonandi fljótlega,við munum færa ykkur fréttir um það strax og við vitum hvernig þetta mun koma út.
Áskriftarplönin sem verða í boði eru:
PlayStation Plus Essential
Er sambærilegt og PS+ er í dag og inniheldur
- Tvo niðurhalanlega leiki
- Tilboð og afslætti
- Skýjaafrit af leikjavistun
- Netspilun
Verð fyrir PlayStation Plus Essential verður það sama og á PS+sem er rétt um 8 þúsund íslenskar krónur fyrir árið.
- Bandaríkin $9.99 mánaðarlega /$24.99 fyrir 3 mánuði /$59.99 fyrir árið.
- Evrópa €8.99 mánaðarlega /€24.99 fyrir 3 mánuði /€59.99 fyrir árið.
- Bretland £6.99 mánaðarlega /£19.99 fyrir 3 mánuði /£49.99 fyrir árið.
PlayStation Plus Extra
Inniheldur allt það sama og Essential ásamt:
- Bætir við um 400 af PS4 og PS5 titlum bæði frá PlayStation Studios og öðrum útgefendum. Leikir í Extra planinu eru niðurhalanlegir.
- Ubisoft+ áskrift er innifalið og er leikjaþjónusta sem fyrirtækið býður upp á og hefur hingað til aðeins verið aðgengileg á PC. Blanda af nýjum og „klassískum leikjum og verður bætt við leikjum þegar líður á. Til að byrja með vera 27 titlar í boði og eru 23 titlar til viðbótar væntanlegir fyrir árslok.
Verð Um 13-14 þúsund fyrir árið.
- Bandaríkin $14.99 mánaðarlega / $39.99 fyrir 3 mánuði / $99.99 fyrir árið.
- Evrópa €13.99 mánaðarlega /€39.99 fyrir 3 mánuði /€99.99 fyrir árið.
- Bretland £10.99 mánaðarlega /£31.99 fyrir 3 mánuði /£83.99 fyrir árið.
PlayStation Plus Premium
Inniheldur allt það sama og Essential og Extra ásamt:
- Bætir við um 340 aukatitlum, eins og PS3 leikjum sem eru spilanlegir í gegnum netstreymi.
- Safni af klassískum PS1, PS2 og PSP leikjum.
- Netstreymi af klassískum PlayStation, PS2, PSP og PS4 er í boði þar sem PlayStation Now er nú þegar í boði.
- Demó af fullum útgáfum vissra leikja sem hægt er að prófa í nokkra tíma áður en leikir eru keyptir eða ekki.
- Ubisoft+ áskrift.
Verð Um 16.500 kr. fyrir árið.
- Bandaríkin $17.99 mánaðarlega /$49.99 fyrir 3 mánuði /$119.99 fyrir árið.
- Evrópa €16.99 mánaðarlega /€49.99 fyrir 3 mánuði /€119.99 fyrir árið.
- Bretland £13.49 mánaðarlega /£39.99 fyrir 3 mánuði /£99.99 fyrir árið.
PlayStation Plus Deluxe (fyrir vissa markaði) Þetta verður í boði fyrir þá markaði sem hafa ekki aðgang að PS Now leikjastreymisþjónustunni. Mun verða á lægra verði til að bæta fyririr skortinn að geta streymt leikjum. Inniheldur PS1, PS2, PSP leiki til niðurhals. Einnig aðgang að demóum af leikjum.
Nick Maguire hjá Sony Interactive Europe kynnti leikina á PlayStation blogginu, sem verða aðgengilegir þegar nýja þjónustan fer í gang.
„Þetta er alveg að bresta á! Nýja PlayStation Plus þjónustan okkar byrjar fljótlega og erum við spennt að deila með ykkur smá hluta af þeim leikjum sem munu verða hluti af útgáfurammanum.
Hérna er smá yfirlit yfir leikina sem verða í boði. Athugið að stundum eru mismunandi leikir í boði eftir því á hvaða markaði leikirnir eru á, og suma leiki er ekki hægt að streyma fyrr en eftir útgáfu, en hægt verður að sækja þá í gegnum netið og spila.
Í hvaða PlayStation Plus áskrift plani sem þið veljið þá fáið þið sömu fríðindi og eru í boði í dag fyrir núverandi PlayStation Plus meðlimi. Við eigum eftir að kynna leikina fyrir júní, hafið augun opin á PS blogginu fyrir þá kynningu.
Við stefnum á að bæta við gæðatitlum við PlayStation Plus þjónustuna fyrir leikjaspilara að njóta. Ég er glaður að deila því með ykkur sem verður í boði fyrir PlayStation Plus Extra og Premium/Deluxe hluta þjónustunnar. PlayStation.com vefsíðan mun verða uppfærð með leikjalistanum þegar hún kemur út í ykkar svæði.”
Leikir í boði frá PlayStation Studios
Alienation | Housemarque, PS4
Bloodborne | FromSoftware, PS4
Concrete Genie | Pixelopus, PS4
Days Gone | Bend Studio, PS4
Dead Nation Apocalypse Edition | Housemarque, PS4
Death Stranding and Death Stranding Director’s Cut |Kojima Productions PS4/PS5
Demon’s Souls | Bluepoint Games, PS5
Destruction AllStars | Lucid Games, PS5
Everybody’s Golf | Japan Studio, PS4
Ghost Of Tsushima Director’s Cut | Sucker Punch, PS4/ PS5
God of War | Santa Monica Studio, PS4
Gravity Rush 2 | Japan Studio, PS4
Gravity Rush Remastered | Japan Studio, PS4
Horizon Zero Dawn | Guerrilla, PS4
Infamous First Light | Sucker Punch, PS4
Infamous Second Son | Sucker Punch, PS4
Knack | Japan Studio, PS4
LittleBigPlanet 3 | Sumo Digital, PS4
LocoRoco Remastered | Japan Studio, PS4
LocoRoco 2 Remastered | Japan Studio, PS4
Marvel’s Spider-Man | Insomniac Games, PS4
Marvel’s Spider-Man: Miles Morales | Insomniac Games, PS4/PS5
Matterfall |Housemarque, PS4
MediEvil | Other Ocean, PS4
Patapon Remastered | Japan Studio, PS4
Patapon 2 Remastered | Japan Studio, PS4
Resogun | Housemarque, PS4
Returnal | Housemarque, PS5
Shadow of the Colossus | Japan Studio, PS4
Tearaway Unfolded |Media Molecule, PS4
The Last Guardian | Japan Studio, PS4
The Last of Us Remastered | Naughty Dog, PS4
The Last of Us: Left Behind | Naughty Dog, PS4
Until Dawn | Supermassive Games, PS4
Uncharted The Nathan Drake Collection |Naughty Dog, PS4
Uncharted 4: A Thief’s End | Naughty Dog, PS4
Uncharted: The Lost Legacy | Naughty Dog, PS4
WipEout Omega Collection | Clever Beans & Creative Vault Studios, PS4
Leikir frá öðrum leikjafyrirtækum
Ashen | Annapurna Interactive,PS4
Assassin’s Creed Valhalla| Ubisoft, PS4/PS5
Batman: Arkham Knight | WB Games, PS4
Celeste | Maddy Makes Games, PS4
Cities: Skylines | Paradox Interactive, PS4
Control: Ultimate Edition | 505 Games, PS4/PS5
Dead Cells| Motion Twin, PS4
Far Cry 3 Remaster | Ubisoft, PS4
Far Cry 4 | Ubisoft, PS4
Final Fantasy XV Royal Edition | Square Enix Co. LTD, PS4
For Honor | Ubisoft, PS4
Hollow Knight | Team Cherry, PS4
Marvel’s Guardians of the Galaxy | Square Enix Co. LTD., PS4/PS5
Mortal Kombat 11 | WB Games, PS4/PS5
Narutoshippuden: Ultimate Ninja Storm 4 | Bandai Namco Entertainment Inc. PS4
NBA 2K22 | 2K Games, PS4/PS5
Outer Wilds | Annapurna Interactive, PS4
Red Dead Redemption 2 | Rockstar Games, PS4
Resident Evil | Capcom Co., Ltd, PS4
Soulcalibur VI | Bandai Namco Entertainment Inc., PS4
South Park: The Fractured but Whole | Ubisoft, PS4
The Artful Escape | Annapurna Interactive, PS4/PS5
The Crew 2 | Ubisoft, PS4
Tom Clancy’s The Division | Ubisoft, PS4
Hluti af PlayStation Plus Premium/Deluxe Plan
PlayStation Plus Premium/Deluxe meðlimir f´´a aðgang af vinsælum klassískum leikjum til að spila. Sumir leikir verða með bættum rammahraða (fps) og í betri upplausn frá upprunalegu útgáfunum. Fyrir vissa PlayStation og PSP leiki þá verður í boði nýtt viðmót með valmyndum sem leyfir þér að vista leikinn hvenær sem er, og jafnvel spóla til baka ef þér langar að endurtaka vissan hluta leiksins á ný.
Þeir sem hafa áður keypt stafræna útgáfur vissra leikja á PlayStation eða PSP kynslóðunum munu ekki þurfa að kaupa leikina á ný eða gerast áskrifendur af PlayStation Plus til að spila þessa leiki á PS4 eða PS5. Þegar þeir verða aðgengilegir þá er nóg að fara á Playstation búðina og sækja útgáfu fyrir leikjavélina sem spilað er á, þetta er án aukakostnaðar fyrir eiganda leiksins. Einnig verður hægt að kaupa suma leikjatitla staka.
Að auki er klassískum og endurbættum leikjum frá eldri kynslóðum bætt við PlayStation Plus Premium/Deluxe áskriftarpakkana. Hérna fyrir neðan er stutt yfirlit yfir leikina sem verða í boði.
Yfirlit yfir leiki á upprunalegu PlayStation og PSP
Leikir frá PlayStation Studios:
Ape Escape | Japan Studio, Original PlayStation
Hot Shots Golf | Japan Studio, Original PlayStation
I.Q. Intelligent Qube | Japan Studio, Original PlayStation
Jumping Flash! | Japan Studio, Original PlayStation
Syphon Filter | Bend Studio, Original PlayStation
Super Stardust Portable | Housemarque, PSP
Leikir frá öðrum leikjafyrirtækum
Mr. Driller | Bandai Namco Entertainment Inc., Original PlayStation
Tekken 2 | Bandai Namco Entertainment Inc., Original PlayStation
Worms World Party | Team 17, Original PlayStation
Worms Armageddon | Team17, Original PlayStation
Klassískir leikir með endurbótum
Leikir frá PlayStation Studios:
Ape Escape 2 | Japan Studio, PS4
Arc The Lad: Twilight of the Spirits | Japan Studio, PS4
Dark Cloud | Japan Studio, PS4
Dark Cloud 2 | Japan Studio, PS4
FantaVision | SIE, PS4
Hot Shots Tennis | Japan Studio, PS4
Jak II | Naughty Dog, PS4
Jak 3| Naughty Dog, PS4
Jak X: Combat Racing | Naughty Dog, PS4
Jak and Daxter: The Precursor Legacy | Naughty Dog, PS4
Rogue Galaxy | Japan Studio, PS4
Siren | Japan Studio, PS4
Wild Arms 3 | SIE, PS4
Leikir frá öðrum leikjafyrirtækum
Bioshock Remastered | 2K Games, PS4
Borderlands The Handsome Collection | 2K Games, PS4
Bulletstorm: Full Clip Edition | Gearbox Publishing, PS4
Kingdoms of Amalur: Re-Reckoning | THQ Nordic, PS4
LEGO Harry Potter Collection | WB Games, PS4
Þessi nýja Playstation Plus þjónusta mun bjóða Playstation 3 leiki til streymis á PS4, PS5 og PC tölvur. Þetta eru upprunalegu útgáfu leikjanna óbreyttar og eru aðgengilegar þar sem PlayStation Plus Premium streymi er í boði.
Leikir frá PlayStation Studios:
Crash Commando | Creative Vault Studios, PS3
Demon’s Souls | From Software, PS3
echochrome | Japan Studio, PS3
Hot Shots Golf: Out of Bounds | Japan Studio, PS3
Hot Shots Golf: World Invitational | Japan Studio, PS3
Ico | Japan Studio, PS3
Infamous | Sucker Punch, PS3
Infamous 2 | Sucker Punch, PS3
Infamous: Festival of Blood | Sucker Punch, PS3
LocoRoco Cocoreccho! | Japan Studio, PS3
MotorStorm Apocalypse | Evolution Studios, PS3
MotorStorm RC | Evolution Studios, PS3
Puppeteer | Japan Studio, PS3
rain | Japan Studio, PS3
Ratchet & Clank: Quest For Booty | Insomniac Games, PS3
Ratchet & Clank: A Crack in Time |Insomniac Games, PS3
Ratchet & Clank: Into the Nexus | Insomniac Games, PS3
Resistance 3 | Insomniac Games, PS3
Super Stardust HD | Housemarque, PS3
Tokyo Jungle | Japan Studio, PS3
When Vikings Attack | Clever Beans, PS3
Leikir frá öðrum leikjafyrirtækum
Asura’s Wrath | Capcom Co., Ltd., PS3
Castlevania: Lords of Shadow 2 | Konami, PS3
Devil May Cry HD Collection | Capcom Co., Ltd., PS3
Enslaved: Odyssey to the West | Bandai Namco Entertainment America Inc., PS3
F.E.A.R. | WB Games, PS3
Lost Planet 2 | Capcom Co., Ltd., PS3
Ninja Gaiden Sigma 2 | Koei Tecmo, PS3
Red Dead Redemption: Undead Nightmare |Rockstar Games, PS3
Time-Limited Game Trials
Tímabundin demó af fullum leikjum, mun gefa fólki tækifæri á að prófa vissa leiki áður en þú kaupir þá. Eftir að hafa sótt prufu útgáfu af fullum leiknum, er hægt að spila hann í upp að tveimur tímum í flestum leikjum – leikurinn telur tímann bara þegar hann er spilaður. Þetta er fín leið til að prófa leiki og ákveða hvort að hann sé fyrir ykkur eða ekki. Allir þeir trophies og árangur í leiknum sem fólk vinnur halda sér ef þið kaupið hann.
Hérna eru nokkrir af þeim leikjum sem munu styðja við þetta í byrjun.
Leikir frá PlayStation Studios
Uncharted: Legacy of Thieves Collection | Naughty Dog, PS5
Horizon Forbidden West | Guerrilla, PS4/PS5
Leikir frá öðrum leikjafyrirtækum:
Cyberpunk 2077 | CD Projekt, PS5
Farming Simulator 22 | Giants Software GmBH, PS4/PS5
Tiny Tina’s Wonderland | 2K Games, PS4/PS5
WWE 2K22 | 2K Games, PS4/PS5
Nýir leikir munu bætast við reglulega. Leikirnir sem verða í boði í PlayStation Plus úrvalinu munu breytast og uppfærast þegar líður á. Svo það verður alltaf eitthvað nýtt að spila.
PlayStation Plus Essential
Í hverjum mánuði, á fyrsta þriðjudegi hvers mánaðar mun verður uppfærsla á PlayStation Plus Essential (á báðum dýrari plönunum. Deluxe/Premium), með nýjum PS4 og PS5 titlum sem bætast við þjónustuna. Ekki ólíkt því sem við þekkjum með PS+ leikina í dag.
Einnig verður mánaðarleg uppfærsla í miðjum hverjum mánuði með nýjum titlum fyrir PlayStation Plus Extra og Premium/Deluxe. Fjöldi leikja verður breytilegur eftir mánuðum.
Það er ekki langt í að þetta byrji og mun Asía verða fyrst þann 24. maí næstkomandi og síðan Japan 2. júní og Suður Ameríka 13 júni og að lokum Evrópa, Ástralía og Nýja Sjáland þann 23. júní næstakomandi.
Hægt að kynna sér þetta nánar á https://www.playstation.com/ps-plus
Heimild: PlayStation bloggið