Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Sjaldan verið jafn gaman að spila Football Manager
    Leikjarýni

    Sjaldan verið jafn gaman að spila Football Manager

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson6. nóvember 2021Uppfært:6. nóvember 2021Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    DORTMUND, GERMANY - NOVEMBER 10: Marco Reus of Borussia Dortmund celebrates in front of fans with teammate Axel Witsel after scoring his team's first goal during the Bundesliga match between Borussia Dortmund and FC Bayern Muenchen at Signal Iduna Park on November 10, 2018 in Dortmund, Germany. (Photo by Dean Mouhtaropoulos/Bongarts/Getty Images)
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er nýtt fótbolta tímabil byrjað erlendis og það þýðir að leikmenn fá í hendurnar ný eintök af FIFA og Football Manager tölvuleikjunum til að upplifa alla þá drauma sem fylgir fótboltanum.

    Eins og er oft með leiki sem koma út árlega þá er spurt “hvað er svo nýtt í ár?” Þetta er klassísk spurning og stundum getur verið erfitt að finna hvað er nýtt fyrir utan hreyfingar leikmanna á milli liða í deildum.

    Það eru ótal möguleikar í boði þegar ræst er upp leikinn

    Football Manager 2022 frá Sports Interactive er mættur á völlinn til að spreyta sig og hvort að hann nái að hrifsa titilinn frá síðasta leiknum í seríunni sem kom út í fyrra.

    Fótboltaheimurinn er búin að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfar Covid-19, eins og reyndar öll heimsbyggðin, og það endurspeglast í fjármálum liða og hve háum fjármunum þau eru tilbúin að eyða í leikmenn og laun þeirra í byrjun leiksins. Mörg lið byrja með verri fjárhag út af ástandinu og neyðast til að selja leikmenn til að bæta stöðuna. Þetta skánar þó þegar líður á þar sem að leikurinn gerir ráð fyrir, eins og við flest, að hlutirnir munu skána fljótlega.

    Tölfræðingar geta glaðst yfir Data Hub

    Stærsta nýjungin í ár er Data Hub tölfræði grunnurinn þar sem þú getur fengið nákvæmar upplýsingar um liðið þitt og leikmenn og notast það við sömu tölfræðilíkönin sem liðin í raunveruleikanum styðjast við þegar er verið að finna veikleikann í liðinu, hvar andstæðingarnir eru að komast í gegnum liðið þitt og skora ásamt að sjá hvar þarf að bæta taktíkina eða kaupa leikmann til að bæta liðið. 

    Sókndjarfir varnarmenn eða Wide Center Backs er nýtt í ár og er það innblásið af raunverulegum breytingum í hvernig sum lið spila fótbolta í dag. Með þessu eru vissir varnarmenn að sækja meira fram á völlinn til að hjálpa til við sókn liðsins að auki við að stöðva framherja andstæðingsins að skora. 

    Ein af stærri breytingunum í FM 2022 og sú sem sést ekki auðveldlega strax er Match Engine, eða hvernig leikurinn reynir að líka sem mest eftir raunveruleika fótboltaleiks. Hvernig leikmenn haga sér á vellinum, gefa boltann, skjóta, verjast, brjóta á öðrum og margt meira. Það þarf oft að spila 1-2 tímabil í leiknum til að taka eftir sumum breytingum þarna. Eitt sem er aftur á móti strax sjáanlegt og það er endurbætt hreyfingarkerfi leikmanna á vellinum (nema að fólk sé enn fast í 2D Classic), þetta verður seint eins og í FIFA leikjum EA Sports. En þetta færir þó ótrúlegan raunveruleika á spil leiksins og hjálpar þér að vera enn nær hasarnum en áður. Hvernig leikmenn eru með og án boltans er mjög mikilvægt og skiptir miklu að þetta sé eins nálægt raunveruleikanum og gervigreind þeirra sé trúverðug.

    Starfsfólk leiksins hefur fengið uppfærslu og að sögn Sports Interactive kemur mikið af þeirri vinnu eftir samtöl við fólk sem vinnur í kringum fótboltaheiminn. Nýjar skýrslur koma í pósthólfið þitt og betri samvinna er nú með þjálfurunum þínum og njósurunum sem leita að nýjum leikmönnum og næstu stórstjörnu. 

    Uppáhalds viðbótin mín þetta árið er Transfer Deadline, þeir sem fylgjast með fótbolta og fréttum í kringum hann þekkja spennuna sem er nokkrum sinnum á ári þegar liðin kaupa og selja leikmenn og getur oft verið sturlað að fylgjast með því. Gott dæmi um slíkt eru kaup Paris Saint Germain á Lionel Messi, Gianluigi Donnarumma og Sergio Ramos á frjálsri sölu, sem er ótrúlegt að trúa að hafi gerst. Eða að Man City keypti Jack Grealish á 100 milljón punda í sumar.

    Lokadagur félagaskiptanna getur verið taugatrekkjandi

    Þegar kemur að lokadegi félagaskipta þá færist nýtt líf í leikinn og niðurtalning hefst og útlit leiksins breytist smá til að minna á hvernig oft má sjá hjá t.d Sky Sports þegar að þeir eru að færa allar helstu fréttirnar alveg fram á síðustu mínútu gluggans. Orðrómar og möguleg kaup og sölur leikmanna birtast reglulega og getur hjálpað þér að finna nýjan leikmann, einnig færðu skilaboð frá umboðsmönnum sumra leikmanna sem eru að leita af nýjum miðum að kanna og auðvitað feitum nýjum launatékka. 

    Verðlag leikmann hefur verið endurbætt til að endurspegla hærra verðlag og breyttan tíma nú þegar ótal olíufurstar og annað auðfólk er búið að fjárfesta í ýmsum klúbbum og hikar ekki við að eyða risa upphæðum í kaup leikmanna og laun. 

    Er Football Manager 2022 virði þess að kaupa eða er nóg að spila eldri leikinn með uppfærðum gagnagrunni? Það er alltaf viss vandi með leiki sem koma út árlega, það er bara svo mikið hægt að breyta og sjaldnast eitthvað róttækt. Á vissan hátt verður maður að gefa smá séns út af ástandi heimsins síðustu tvö árin, eitthvað sem FM 21 þjáðist pínu fyrir. FM 22 er þó talsvert slípaðri leikur og sést að vinnan heiman frá hefur slípast betur til hjá framleiðendum leiksins.

    Mér er ekki ætlað að vinna í vítaspyrnukeppni

    Það eru vissir hlutir sem mættu vera betri, þetta er auðvitað byggt á um 100 tíma spilun á betu leiksins og heldur áfram að mótast eftir að ég sökkvi nokkur hundruð tímum í viðbót í leikinn. Það getur oft verið pínu þreytt að svara spurningum á blaðamannafundum sem eru oft mjög svipaðar og ég hef verið sekur um að senda aðstoðarþjálfarann minn oftast á slíka fundi. Leikirnir eru búnir að koma út síðan að fyrsti Championship Manager kom út árið 1992 og fyrsti Football Manager kom út árið 2004 og hefur breyst mikið síðan. En á sama tíma sérðu margt sem virðist ekki breytast mikið á milli ára. 

    Þessi sería hefur aldrei verið neitt fyrir augað og mun það líklega seint breytast, en það sem hún hefur ávallt haft fyrir þá sem vilja sökkva sér í hann er dýptin og raunveruleikinn. Ég man eftir að rekast á ungan Romelu Lukaku þegar hann var 15-16 ára hjá Anderlecht og kaupa hann í liðið mitt og sjá hann springa út, síðan að sjá þetta gerast í raunveruleikanum er eitthvað svo sérstakt að upplifa. 

    Fyrir marga er meira heillandi að stjórna leikmönnunum sjálfur og virkar Football Manager leikirnir eins og Excel-skjal með endalaust af tölum á skjánum, en fyrir aðra er þetta leikur með ótal möguleika sem gefur þér tækifæri að stjórna uppáhalds liðinu þínu, gera Knattspyrnufélag Fjallabyggðar af Evrópumeisturum (vægast sagt ekki auðvelt), finna næsta Messi, eða bara spila við vinina í gegnum netið og monta sig yfir hver er bestur og uppgötva alltof seint að þið áttuð að vera mætt í vinnuna fyrir klukkutíma síðan!

    Eintak af leiknum var í boði útgefanda

    football manager Football Manager 2022 linux Mac pc sega Soccer Sports Interactive xbox Xbox Game Pass
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGuardians of the Galaxy mun betri en The Avengers
    Næsta færsla Á ystu nöf
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.