Leikjavarpið

Birt þann 21. desember, 2020 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjavarpið #18 – Sæberpönk, grísk goðafræði og Xbox Series X

Í átjánda þætti Leikjavarpsins ræða þeir Daníel, Sveinn og Bjarki hjá Nörd Norðursins um það helsta úr heimi tölvuleikja. Við rennum stuttlega yfir það helsta úr The Game Awards 2020 tölvuleikjaverðlaununum. Bjarki spilaði fyrsta kaflann í Tell Me Why þar sem sterk trans persóna fer með aðalhlutverk og segir aðeins frá sinni upplifun á leiknum. Sveinn er búinn að vera að prufukeyra eina af fáum Xbox Series X á landinu undanfarnar vikur og segir frá helstu kostum og göllum tölvunnar og ber saman við PlayStation 5. Daníel og Sveinn spiluðu Immortals: Fenyx Rising og segja þeir frá leiknum sem tengist grískri goðafræði. Þátturinn endar svo á Cyberpunk 2077 skandalinum – leikurinn kom út þann 10. desember og síðan þá hefur leikurinn verið harðlega gagnrýndur fyrir tæknilega galla sem hefur áhuga á spilun leiksins.

Efni þáttarins:

  • Game Awards 2020
  • Tell Me Why
  • Xbox Series X
  • Immortals: Fenyx Rising (lestu gagnýnina)
  • Cyberpunk 2077 skandallinn

Þættinum var streymt í beinni á Twitch þann 20. desember og þökkum við áhorfendum og hlustendum kærlega fyrir okkur!

Mynd: Cyberpunk 2077 og Immortals: Fenyx Rising

creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑