Fréttir

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Keanu Reeves með hlutverk í Cyberpunk 2077

CD Project Red sýndi nýtt sýnishorn úr Cyberpunk 2077 á E3 tölvuleikjasýningunni. Persónan V sem leikmenn spila sem, er sýndur fara til grunsamlegs gaurs til að selja tölvukubb. Það er síðan sýnt endurlit þar sem fylgt er blóðuguri leið. Eins og við er að búast þá er nóg um svik á meðal óþokka sem voru ekki sáttir við þá auknu athygli sem ránið olli.

Holy móli, Keanu Reeves vekur upp V eftir að allt fer úrskeiðs og mætir síðan á sviðið á E3 og áhorfendur missa sig af spenningi. Hann mun leika hinn fræga Johnny Silverhand og mun ljá leiknum útlit sitt, rödd og hreyfingar fyrir leikinn.

Hann á góða stund með áhorfendunum og kynnir síðan annað sýnishorn sem inniheldur spilun úr leiknum. Auðvitað það sem allir vilja vita er hvernær er útgáfudagur leiksins og hann verður 16. apríl 2020 á PC, PS4 og Xbox One.

Hægt verður að forpanta leikinn og fá 25 cm. styttu af V ásamt stálbókarhulstri og bók með myndefni og hönnun úr leiknum.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑