Fréttir

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

The Outer Worlds kemur út í október

Fyrsti leikurinn á sviðinu hjá Microsoft á E3 2019 kynningu þeirra í ár var hlutverkaleikurinn, The Outer Worlds frá Obsidian Entertainment sem nú hefur fengið útgáfudag.

Microsoft kynntu á E3 2018 að það hefði keypt Obsidian, en Outer World útgáfurétturinn er þó enn í höndum Private Division fyrirtækisins.

Leikurinn kemur út þann 25. október á þessu ári fyrir PC, PS4 og Xbox One og mun verða hluti af Game Pass þjónustu Microsoft frá byrjun og frír að spila sem hluti af áskriftinni.

Við fengum síðan að sjá nýtt sýnishorn úr leiknum sem má sjá hér fyrir neðan.


Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑