Fréttir

Birt þann 8. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Battlefield V fær ný borð og leikjatýpur

Síðan að skotleikurinn Battlefield V kom út í fyrra hefur það reynst pínu strembið fyrir EA og sænska fyrirtækið DICE að ná inn á mjög vinsælan markað sem fríir leikir ráða öllu í dag og samkeppnin gríðalega mikil.

Nýtt kort er kynnt til sögunnar. Marita sem gerist í Grikklandi og þar þarf að berjast í skógum og þröngum og gömlum þorpsgötum þar sem hvert svæði skiptir máli. Áherslan er lögð á fótgangandi hermenn í þessu borði. Hæð borðsins skiptir máli og borgar sig að vera með augu í hnakkanum þegar það kemur út í júlí sem hluti af fjórða kafla leiksins.

Al Sundan er nýtt og opið kort sem leikmenn ættu að kannast við úr sögu leiksins. Þar skipta farartæki miklu máli í þessu stóra og opna svæði sem bætist við leikinn í lok júní.

Í ágúst bætast síðan við ný borð sem höfða til þeirra sem vilja berjast í návígi. Annað borðið er Lofoten Noregi og hitt Provance Frakklandi.

Nú verður hægt að hækka í tign, úr 50 í 500, svo það ætti að vera nóg að gera fyrir þá sem spila lítið annað en Battlefield V. Hægt verður nú að vera með lokaðan netþjón til að spila með vinunum í haust.

Hönnuður eins besta borðsins í Battlefield IV, Operation Metro, mætir til leiksins með nýtt borð sem á að innihalda svipaða tilfinningu og álíka fjölbreyttni og þekkist í Operation Metro.

DICE er að vinna að fimmta kafla leiksins og færir hasarinn til Kyrrahafsins og mun þar á meðal innihalda borð sem leikmenn kannast við úr Battlefield 1942 eins og Iwo Jima. Ætli þetta sé óbeina framhaldið af þeim leik sem okkur hefur alltaf langað í?

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑