Leikjarýni

Birt þann 30. nóvember, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Leikjarýni: Fallout 76 – „erfitt að mæla með leiknum“

Leikjarýni: Fallout 76 – „erfitt að mæla með leiknum“ Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Það er erfitt að mæla með leiknum nema fyrir þá allra hörðustu eins og staðan er í dag,

2

Slakur


Það er pínu strembið að vita hvar maður á að byrja að tala um Fallout 76. Það erulíklega margir ekki vissir hvernig leikur þetta er og oft veit leikurinn sjálfur það ekki heldur.

Leikurinn er í eðli sínu fjölspilunar-hlutverkaleikur þar sem þú þarft að lifa af eftir að heimurinn hefur farist í kjarnorkustríði. Hægt er að spila í gegnum leikinn einn eða með þremur öðrum vinum í hópi á netþjóni þar sem allt að 24 leikmenn geta verið á í einu, eins og má gera ráð fyrir þá er leikurinn eingöngu spilaður í gegnum Internetið.

Í Fallout 76 þarf nú að hugsa um hungur, þorsta, hvíld og hve geislavirk persóna þín er orðin til að lifa af. Leikurinn fær talsvert lánað frá „Survival“ leikjum eins og Rust, The Forest eða Ark: Survival Evolved. Hlutir úr eldri Fallout leikjum eins og V.A.T.S. kerfið er enn til staðar, en nú stöðvar það ekki tímann, heldur hægir á honum og gefur þér auðveldari skot á óvininn á skjánum. Ástæðan er uppbygging leiksins vegna netspilunar og því er ekki hægt að halda í kerfið sem birtist fyrst í Fallout 3.

Saga leiksins gerist árið 2101, um tuttugu og fimm árum eftir að kjarnorkustríð gjöreyddi lífi á jörðinni. Leikmann fetar í fótspor persónu úr hvelfingu 76, sem er ein af mörgum kjarnorkuhvelfingum sem Vault Tech fyrirtækið og Bandaríkjastjórnin kom á fót. Hún var staðsett í Vestur-Virginu í fylki í Appalasíufjallgarðinum sem teygir sig frá Georgíu til New York fylkis. Staðurinn var valinn út af fjarlægð hans frámikilvægum hernaðar- og borgaralegum skotmörkum ef kæmi til stríðs. Þín persóna er ein af sérvöldum til byggja upp hinn eyðilagða heim og hefst saga leikmanna á „Reclamation“ deginum þegar hvelfingin opnast og fólk hefur um sólarhring til að koma sér út.

Heimur Fallout 76 er fjórum sinnum stærri en í Fallout 4 sem kom út árið 2015. […] Umhverfið sem þú kannar eru blanda af byggðum svæðum, skógum, geimstöð sem féll til jarðarinnar, námusvæðum, skíðasvæðum o.fl.

Heimur Fallout 76 er fjórum sinnum stærri en í Fallout 4 sem kom út árið 2015. Heimurinn er blanda af raunverulegum stöðum og skálduðum útgáfum þeirra í þessari öðruvísi tímalínu en okkar. Umhverfið sem þú kannar eru blanda af byggðum svæðum, skógum, geimstöð sem féll til jarðarinnar, námusvæðum, skíðasvæðum o.fl. Eins og oft í svona leikjum þá eru bestu og skemmtilegustu svæðin utan alfaraleiðar og verðlauna þá sem kanna heiminn nánar. Mörg skrímslin eins og Mothman og Flatwoods skrímslið sem leikmenn mæta eru tekin úr munnmælum fólks á svæðinu, restin er fengin úr heimi Fallout leikjanna.

Það sem fólk mun reka sig mjög fljótt á eftir að koma út úr hvelfingunni er að það eru engar tölvustýrðar NPC persónur til að eiga samskipti við í leiknum. Afsökun leiksins er sú að allir sem lifðu sprengingarnar af eru búnir að drepa hvorn annan eða stökkbreytast í skrímsli eins og „Scorched“ uppvakninga sem þú mætir snemma í leiknum. Til að fá verkefni og upplifa söguna í Fallout 76 þarftu að ræða við hin ýmsu vélmenni, lesa skrifaða minnispunkta eða finna tölvu með upplýsingum í. Eini rauði þráðurinn til að draga þig áfram í byrjun er að komast af því hvað varð um umsjónarmann Vault 76, sá hluti er þó ekkert sérstaklega eftirminnilegur og bætir ekki upp skort á sögu í leiknum.

Fyrir vikið virkar heimurinn frekar tómur, fyrir utan þessa 23 aðra sem eru að þvælast um heiminn á sama tíma og þú. Það er hægt að skilja þetta á vissan hátt, Bethesda vildi að leikmenn upplifðu eyðilagðan heim og myndu annað hvort vinna saman að hjálpa til að koma siðmenningunni aftur af stað, eða berjast gegn hverjum öðrum um þær fáu auðlindir sem eru í boði til að lifa af.

Verkefni leiksins eru alltof oft byggð upp á sömu vegu, „farðu þangað og sæktu þetta og skilaðu til baka“, eða „verndaðu þetta vélmenni eða þennan stað í smátíma gegn óvinum“. Eftir nokkra tugi tíma að spila leikinn þá verður þetta þreytt frekar fljótt.

Vandinn er að þetta gengur bara upp að vissu marki, það er of auðvelt í dag fyrir tölvuleik að segja bara „leikmenn munu skapa sína eigin sögu og upplifun!“. Vandamálið við svona setningu er að þetta kemur út eins og það séu aðrar ástæður í raun fyrir þessu skorti eins og fjármagn eða tímaskortur. Verkefni leiksins eru alltof oft byggð upp á sömu vegu, „farðu þangað og sæktu þetta og skilaðu til baka“, eða „verndaðu þetta vélmenni eða þennan stað í smátíma gegn óvinum“. Eftir nokkra tugi tíma að spila leikinn þá verður þetta þreytt frekar fljótt.

SPECIAL kerfið úr fyrri leikjum er áfram notað og nú í uppfærðri útgáfu. Hæfileikar leikmanna falla í einn af sjö flokkum og er hægt að setja stig í hvern þegar er hækkað upp um stig (lvl).

SPECIAL kerfið úr fyrri leikjum er áfram notað og nú í uppfærðri útgáfu. Hæfileikar leikmanna falla í einn af sjö flokkum og er hægt að setja stig í hvern þegar er hækkað upp um stig (lvl). Einnig er hægt að velja vissa bónusa sem falla í einn af sjö flokkunum og er það höndlað í spilapakka kerfi. Þú færð vissan fjölda spila og getur ráðstafað þeim að vild; ef þú færð eins spil þá getur þú notað það til að uppfæra það sem er til staðar nú þegar í betra spil með hærri bónusa. Einn kostur við þetta kerfi er að þú getur skipt út spilunum sem eru virk í hvert skiptið. Þannig ef þér vantar bónus fyrir vissa tegund af vopni þá geturðu notað þau spil og skipt út þegar þú ert búin með það verkefni. Þetta hjálpar til að búa til aðeins fjölbreyttari leikstíl. Önnur spil gefa bónus ef er spilað einn eða í hópi, svo það getur skipt máli að fylgjast með þessu og notast við rétt spil.

Uppbyggingarkerfið úr Fallout 4 snýr aftur, sumum til gleði og annara ekki. Nú er hægt að nota C.A.M.P kerfið til að byggja upp þitt eigið heimili sem þú síðar getur fært á milli staða og notað sem stöð til að kanna út frá. Kerfið er aðeins betra frá því í Fallout 4, og eru nýir möguleikar í boði, einna best fannst mér að geta vistað stöðina mína og geymt afrit af uppkasti hennar til að byggja fljótt aftur annars staðar. Aðrir leikmenn á kortinu geta ráðist á stöðina þína ásamt skrímslum í leiknum. Hægt er að byggja upp varnir til að sporna við því. Það er samt aldrei mikill hvati finnst mér í leiknum til að koma upp sínum eigin bækistöðvum. Ég notaðist mest við þetta til að fá frítt ferðalag um kortið til að komast nærri takmarki mínu og síðan til að geyma allt draslið mitt. Það er auðvitað til fólk sem er hrifið af þessu kerfi og mun örugglega ná að búa til flottar stöðvar í leiknum, en mig grunar að flestir munu lítið pæla í þessu eins og er.

Eitt af því sem Bethesda ræddi talsvert um í auglýsingaherferð leiksins var sá möguleiki að leikmenn gætu fundið kjarnorkukóða í heiminum og unnið saman til að skjóta kjarnaoddi á annað hvort aðra leikmenn eða vissan stað á kortinu. Þegar það gerist breytist svæðið í erfiðara og geislavirkara svæði tímabundið með nýjum óvinum og hlutum til að finna. Það verður þó að segja að þetta kerfi hefur ekki verið að virka sérstaklega vel hingað til og hefur verið eitthvað um að leikmenn detti úr sambandi við leikinn ef fleiri en ein sprengja er notuð í einu.

Það er PvP í leiknum, eða leikmaður á móti leikmanni, þetta kerfi opnast ekki upp fyrr en leikmenn hafa náð stigi 5 og er ekki nóg að ráðast á annan leikmann til að byrja PvP. Heldur þarf hinn leikmaðurinn að ráðast á þig til baka, annars gerist ekkert. Það er hægt að drepa fólk sem vill ekki spila PvP, en þeir sem stunda slíka “hrellingar“ á öðrum leikmönnum verða þá eftirlýstir og aðrir leikmenn geta elt þá uppi og fengið hluta af peningunum sem þeir eru með á sér. Margir voru hræddir við að PvP gæti skemmt leikinn fyrir þeim sem vilja bara spila í friði, og með þessu kerfi þá er fínt jafnvægi og maður þarf hingað til ekki miklar áhyggjur hafa af öðrum leikmönnum nema maður vill það. Það er síðan hægt að slökkva á möguleikanum í stillingum leiksins að skaða aðra leikmenn, viljandi eða óviljandi.

Það verður að segjast að grafíkvél Bethesda sem hefur keyrt tölvuleiki þeirra síðan The Elder Scrolls III: Morrowind kom út árið 2002, sé orðin frekar gömul og lúin.

Það verður að segjast að grafíkvél Bethesda sem hefur keyrt tölvuleiki þeirra síðan The Elder Scrolls III: Morrowind kom út árið 2002, sé orðin frekar gömul og lúin. Hún hefur þó verið uppfærð mikið í gegnum árin frá GameBryo grunni hennar yfir í Creation Engine sem hún heitir í dag og keyrir Skyrim og Fallout 4 og Fallout 76. Hún var ekki hugsuð með fjölspilun í huga og það sést oft á Fallout 76. Á köflum getur heimurinn verið fallegur að sjá með geislum frá sólinni inn á milli trjánna, önnur skipti lítur hann varla mikið betur út en Fallout 4 á góðum degi.

Hvort að stærri heimur og fleiri fjöldi leikmanna hafi valdið að það yrði að skera niður í útliti leiksins er erfitt að segja fyrir fullvissu, en það kæmi ekki á óvart. Það kom mörgum á óvart að fyrirtækið notaðist ekki við sömu grafíkvél og keyrir MMORPG leikinn The Elder Scrolls Online sem ræður vel við um 100 leikmenn í einu og hefði verið gaman að sjá Fallout 76 stækkaðan í þá átt eða niður í 4 manna co-op leik kannski. Vonandi hlustar Bethesda á fólk og saltar vélina áður en Starfield og Elder Scrolls VI koma út.

Eitt sem leikurinn gerir vel er að hann heldur utan um hluti sem leikmenn geta unnið sér inn á þá vegu að enginn í hópnum þínum getur stolið frá þér og allir fá sitt eigið “loot“. Galli á móti er að þegar þið eru saman að gera verkefni þá þarf hver leikmaður að klára takmarkið í því til að halda áfram. Þetta er bæði gert til að aðrir leikmenn spretti ekki á undan öðrum í verkefnum og gefur þeim tíma að hlusta á hin ótal hljóðskilaboð sem þú finnur í heiminum.

Því miður eru verkefni þar eins og í leiknum sjálfum frekar einhæf og skortir stórfengleikann sem hefði geta gert hópspilun með öðrum virkilega skemmtilega.

Eins og í leikjum eins og Destiny þá eru opnir heimsatburðir í gangi reglulega sem leikmenn geta tekið höndum saman að klára. Því miður eru verkefni þar eins og í leiknum sjálfum frekar einhæf og skortir stórfengleikann sem hefði geta gert hópspilun með öðrum virkilega skemmtilega.

Eins og því miður er of oft þegar leikir frá Bethesda koma út þá eru ótal gallar og villur í leiknum sem geta gert leikmönnum erfitt fyrir oft. Ég lenti t.d í því að ætla að laga miðavél fyrir vélmennis borgarstjórann í Grafton og gat ekki klárað það, þar sem ég gat ekki snert vélina sjálfa. Það er reyndar búið að laga í nýjasta plástrinum fyrir leikinn. Aðrir leikmenn hafa lent í því að aftengjast reglulega frá netþjónum leiksins, eða að óvinir frosni, hlutir hverfi eða verða gegnsæir og svo mætti áfram telja. Það eru búnir að koma út tveir stórir plástrar fyrir leikinn og hefur Bethesda lofað að laga villur og bæta við hlutum sem leikmenn eru að biðja um. Ég er að vonast eftir að þeir uppfæri fljótt hve mikið dót þú getur haldið á persónu þinni ásamt í stöð þinni.

Það er Atom búð í leiknum þar sem er hægt að kaupa hluti fyrir alvöru peninga, þessir hlutir eru þó allir eins og er útlitslegir og hafa ekkert að gera með spilun leiksins. Með að uppfylla viss skilyrði innan leiksins vinna leikmenn sér inn Atom peninga til að kaupa með og hefur leikurinn verið mjög örlátur með það hingað til. Ef þeir halda sig við svona dót þá ætti þetta ekki að trufla leikmenn að neinu leyti nema að sjá einhvern í kjánalegum búningi berjast við skrímslið sem þú ert að ráðast á.

Leikurinn inniheldur ljósmyndunar hluta þar sem leikmenn geta tekið myndir af sér og umhverfinu með hinum ýmsu filterum og myndarömmum til að deila síðan á netinu. Þetta er eitthvað sem mjög margir leikir hafa í dag og Fallout 76 er engin undantekning.

Það er eitthvað við Fallout 76 sem lætur mig halda áfram að spila hann þrátt fyrir alla hans vankanta, hann hefur vissan möguleika að verða eitthvað í framtíðinni og er plön fram í tímann að byggja við leikinn með fríu efni.

Það er eitthvað við Fallout 76 sem lætur mig halda áfram að spila hann þrátt fyrir alla hans vankanta, hann hefur vissan möguleika að verða eitthvað í framtíðinni og er plön fram í tímann að byggja við leikinn með fríu efni.

Ég spilaði betu leiksins og leikinn eftir að hann kom út á Xbox One X leikjavélinni sem er talin sú kröftugasta á markaðnum ef að PC vélar eru ekki taldar með. Leikurinn keyrir í 4K upplausn ef þú ert með þannig sjónvarp og lægri á öðrum vélum og hann nær ágætlega að halda uppi rammahraðanum (fps), í leiknum þó að það sé nóg um að leikurinn hægist á og allt byrjar að hökta. Mér skilst að venjulega Xbox One og PS4 eigi við enn meiri vandamál að stríða en þeir sem eru að spila á PS4 Pro og Xbox One X. Hvort að það hefði verið gáfulegri hugmynd að gefa leikinn út síðar og leyfa kannski betunni að rúlla lengur til að slípa vandamál leiksins er erfitt að segja um. Peningasjónarmið koma oftast við sögu í svona málum og mikilvægi þess að gefa út fyrir jólavertíðina stóru.

Það er erfitt að mæla með leiknum nema fyrir þá allra hörðustu eins og staðan er í dag, ef þið getið nælt ykkur í hann ódýrari þá er þetta minna mál. Annars er gáfulegt að bíða og sjá hvernig Bethesda heldur áfram að bæta við leikinn og hvort að hann endi í því standi sem hann hefði átt að vera þegar hann kom út!

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑