Leikjarýni

Birt þann 22. nóvember, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Leikjarýni: Football Manager 2019 – „að mestu vel heppnaður“

Leikjarýni: Football Manager 2019 – „að mestu vel heppnaður“ Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Að mestu vel heppnaður leikur sem ætti að gleðja fótboltaunnendur.

4

Mjög góður


Fótboltahermir Sports Interactive snýr aftur enn eitt árið og eins og oft áður þá er spurningin hvort að næg endurnýjun sé til staðar til að réttlæta kaup á gripnum eða hvort að borgi sig að bíða til næsta árs?

Hvað er nýtt í ár? Það er sú spurning sem flestir spyrja strax. Við fyrstu sýn virkar ekki vera mikil breyting frá FM 2018 en viðmót leiksins hefur verið uppfært. Eins og svo oft áður þarf að kafa aðeins dýpra í leikinn til að sjá þær breytingar sem eru í boði í FM 2019.

Stærsti nýi hluturinn er þjálfun leikmanna, það kerfi er eitthvað sem flestir hafa lítið snert á síðustu árum. Það hefur ekki verið mikil hvati að kafa djúpt í og helst látið aðstoðarþjálfarann sjá um allt þar. Nú er þjálfun leikmanna stærri hluti en áður og loksins hefur SI Games gert stærri breytingar á því sviði.

Nú er hægt að stjórna hvort að leikmenn einblíni á tækni með boltann, auka úthald sitt, bæti sig í vörn eða sókn eða öðru. Einnig er hægt að velja hve mikið vissir leikmenn æfa á vellinum og í æfingasalnum.

Nú er hægt að stjórna hvort að leikmenn einblíni á tækni með boltann, auka úthald sitt, bæti sig í vörn eða sókn eða öðru. Einnig er hægt að velja hve mikið vissir leikmenn æfa á vellinum og í æfingasalnum. Þetta kemur að góðum notum þegar þú ert kannski með eldri leikmann sem þolir minna hnjask í æfingu en er fínn til að koma af bekknum í miðjum leik til að breyta gangi hans.

Hægt er að skipuleggja þrjár æfingar á dag og er hægt að sérsníða þær til að þær henti því liði sem þú stjórnar og þeim leikstíl sem þú villt ná fram á vellinum og hjálpar þér til að koma til móts við styrk andstæðings í næsta leik.Þú færð núna reglulega skýrslur um hvaða leikmenn eru að standa sig við æfingar og hverjir ekki og getur átt samtal við þá eftir það, þetta er góð leið til að sjá hver er ekki að standa sig og hverjum þú átt kannski að gefa séns í liðinu.

Að sögn SI Games þá kemur mikið af þessum breytingum eftir samtöl við þjálfara og leikmenn til að gefa leikmönnum leiksins raunverulegri þjálfun leikmanna og betri leiðir að ná því besta úr næsta Messi eða Cristiano Ronaldo.

Nýtt tengt þessu er síðan leiðtogaþjálfun leikmanna. Nú er hægt að búa til hópa leikmanna þar sem eldri leikmenn taka þá yngri undir sinn væng. Hægt er að raða þeim niður eftir t.d. hvar á vellinum þeir spila. Þetta getur verið gefandi fyrir unga leikmenn og bætt þá talsvert og hjálpað liðinu þínu. Taktík liðsins er annar hlutur sem hefur fengið góða uppfærslu og er núna auðveldara að finna þá taktík sem hentar þínu liði hvort sem það er í Úrvalsdeildinni í Englandi eða í neðri deildum í Danmörku.

Núna er auðveldara að velja þá taktík sem er hönnuð fyrir að halda boltanum frá andstæðingnum, eða þá sem bíður upp á fjölbreyttan leikstíl, eða notast við Gegenpress sem Jurgen Klopp notar hjá Liverpool eða Tiki-taka taktíkina hans Pep Guardiola. Það eitt er þó ekki nóg til að vinna, en þetta getur verið góð byrjun. Það eru líka betri útskýringar á þeim og hjálpar það talsvert þeim sem hafa ekki endilega spilað seríuna árlega enn eru kannski að hoppa inn í fyrsta sinn eða hafa tekið sér hlé frá leiknum.

Eitt af umdeildari tæknum síðari ára VAR (vídeó aðstoðardómarinn) mætir til leiks í ár og er það í anda þess sem hefur verið að gerast í deildum víðs vegar um heim og síðast mátti sjá þetta á HM í Rússlandi síðasta sumar.

Eitt af umdeildari tæknum síðari ára VAR (vídeó aðstoðardómarinn) mætir til leiks í ár og er það í anda þess sem hefur verið að gerast í deildum víðs vegar um heim og síðast mátti sjá þetta á HM í Rússlandi síðasta sumar. Marklínutæknin er einnig til staðar og ætti það að minnka vafasama dóma um lögleg eða ólögleg mörk í leikjum. Það er síðan endursýning í leiknum sem sýnir hvar boltinn endaði í raun.

Atvinnuleyfi erlenda leikmanna er betra í ár og er betra kerfi nú til staðar til að lána út leikmenn þegar þér vantar að fá atvinnuleyfi fyrir unga brasilíska ungstirnið þitt í Bretlandi t.d. eftir Brexit.

Atvinnuleyfi erlenda leikmanna er betra í ár og er betra kerfi nú til staðar til að lána út leikmenn þegar þér vantar að fá atvinnuleyfi fyrir unga brasilíska ungstirnið þitt í Bretlandi t.d. eftir Brexit. Leikmenn geta hafnað að ganga til liðs við þig ef þeir fá ekki atvinnuleyfi eða neitað að skrifa undir nýjan samning við sömu aðstæður. Þú átt einnig tækifæri að reyna að tala við leikmann sem fékk ekki atvinnuleyfi og sannfært hann að ganga samt til liðs við þig og þú auðvitað munir reyna að gera allt til að fá hann og fá síðar atvinnuleyfi handa honum. Allt er þetta gert til að auka raunveruleika leiksins og laga hann að breytingunum á fótboltanum.

Loksins eftir ótal ár þá er rétt útgáfa af Þýsku deildinni komin í leikinn, ekki er þörf til þess að fara á netið til að sækja skrá til að fá rétt nöfn á leikmenn og lið. Nú er Bundesliga og Bundesliga 2 með rétt skjaldarmerki, lógó, búninga og andlit leikmanna. Eina sem reyndar þarf enn að laga er landsliðið en það tekur stutta heimsókn á t.d. Fm Scout vefsíðuna til að bæta úr því.

Eftir að hafa talið upp hvað er nýtt í ár þá er komin tími á að ræða hvað mætti fara betur að mínu mati. Ég hef spilað Championship/Football Manager seríuna frá CM2 og hef ekki misst úr leik síðan. Þeir hafa þó verið mismunandi góðir og hefur manni fundist síðustu árin að það er minna um breytingar á milli ára en var áður.

Samkvæmt tölfræði Steam þjónustunnar þá eru mest spiluðu leikirnir í seríunni hjá mér FM 2011 og FM 2016. Með um 2000 tíma spilaða (reyndar er biðtími þar með talinn), og ég hef sökkt um 200+ tímum í þessa nýju útgáfu hingað til og á örugglega eftir að bæta talsvert við þá tölu áður en FM 2020 kemur út.

Gallar eins og að leikmenn verði of fljótt óánægðir með spilunartíma sinn er enn vandamál. Það er ekki beint raunverulegt að þriðja varaskeifan þín í vörninni kvarti strax um lítinn spilunartíma.

Gallar eins og að leikmenn verði of fljótt óánægðir með spilunartíma sinn er enn vandamál. Það er ekki beint raunverulegt að þriðja varaskeifan þín í vörninni kvarti strax um lítinn spilunartíma. Blaðamannafundirnir eru enn grútleiðinlegir og þreytandi að eiga við, skrítin mörk úr hornum geta verið pirrandi eða klaufaleg mistök varnamans þíns. Vonandi tekur SI Games á grunni leikvélarinnar á næsta ári eftir breytingar á öðrum kerfum síðustu leikja.

Það er enn eitthvað að taka við uppáhalds liði þínu og byggja upp nýtt stórveldi og halda áfram að bæta við bikurum í safnið hjá rótgrónu liði. Eitt af því sem ég hef mjög gaman af í gegnum árin er að taka við litlu liði og reyna að vinna það upp deildirnar í Englandi og gera það að meisturum. Þetta tekur oft gríðarlegan tíma og er á köflum mjög erfitt. Síðustu árin hefur liðið Bromley F.C. sem spilar í National League deildinni (fimmtu neðstu), verið fyrir valinu hjá mér. Ég átti með þeim gullaldartímabil í FM 2016 sem ég hef reynt að endurtaka árlega síðan með misgóðum árangri. Ég er staddur í League Two deildinni á mínu öðru ári þar og vonast til að eiga séns að ná þeim upp eftir nokkur tímabil í viðbót.

Fyrir þá sem vilja aðeins minna brjálæði er hægt að velja öll helstu stórveldi heimsins að spila sem í þeim deildum og einnig er lítið mál að skella sér og spila í 1. deildinni á Íslandi sem Víkingur Ólafsvík.

Þetta er leikur sem er ekkert spes fyrir augað og verður það seint, jafnvel þó að serían hafi bætt við þrívídd í spilun leiksins fyrir nokkrum árum síðan. Í raun er þetta enn sama „Excel skjalið” og leikurinn hefur ávallt verið. Það hefur ávallt verið hugmyndaflug þess sem spilar leikinn að glæða allar þessar tölur á skjánum lífi og persónuleika. Ég hugsa oft til leikmanna í eldri leikjum sem ég hélt uppá, oft sem stóðu sig margfalt betur í leiknum en í raunveruleikanum. Nafn sem kemur oft upp í huganum hjá mér er sænsk-kongóski leikmaðurinn Tonton Zola Moukoko sem spilaði með enska liðinu Derby á árunum 2000-2002 og endaði síðar í neðri deildum [Wikipedia].

Leikurinn í ár er að mestu mjög vel heppnaður og ætti að gleðja fótboltaunnendur sem telja sig geta gert betur en stjóra uppáhalds liðsins þeirra í ófáa klukkutíma ef ekki hundruð.

Eins og Civilization serían þá hefur CM/FM alltaf haft þennan „one more turn“ ávanabindandi hlut sem gerði það oft að verkum að maður mætti illa sofinn í skólann eða vinnu. Leikurinn í ár er að mestu mjög vel heppnaður og ætti að gleðja fótboltaunnendur sem telja sig geta gert betur en stjóranum í uppáhaldsliðsins þeirra í nokkra, eða hundruð, klukkutíma.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑