Fréttir
Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
E3 2018: Keyrt um Bretland í Forza Horizon 4
Microsoft kynnti nýjan Forza-leik á E3 kynningu sinni í kvöld. Heimurinn er mjög stór að þessu sinni. Leikurinn gerist í Bretlandi og eiga árstíðirnar eftir að spila stóran þátt í leiknum þar sem þær munu hafa bein áhrif á spilun leiksins. Hægt verður að spila leikinn saman í opnum heimi í 60 fps á Xbox One X. Nú á að vera auðveldara en áður að spila saman en áður og munu allir leikmenn upplifa árstíðirnar á sama tíma.
Forza Horizon 4 kemur út 2. október á þessu ári og er hluti af Games Pass við útgáfu.
Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!