Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
E3 2018: Sekiro: Shadows Die Twice líklega í anda Dark Souls
Á E3 kynningu Microsoft þetta árið var sýnt fyrsta sýnishornið úr leiknum Sekiro: Shadows Die Twice, sem fólk var að veðja á að væri Bloodborne 2 þegar hann var fyrst kynntur. Leikurinn er frá From Software og gefinn út af Activision. Sekiro: Shadows Die Twice gerist í Japan og sýnir hetju sem missir hendina og fær dularfulla hendi í staðinn sem leyfir honum að grípa sig áfram og óvini. Þetta er klárlega Souls-tegund af leik og líklega munu leikmenn deyja mjög oft áður en endirinn kemur. Hidetaka Miyazaki mun leiða vinnuna á leiknum en hann leiddi vinnuna m.a. á Dark Souls, Dark Souls 3 og Bloodborne.
Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!