Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Ný íslensk rafræn leikjabók – tímaflakk á gullöld íslams
    Fréttir

    Ný íslensk rafræn leikjabók – tímaflakk á gullöld íslams

    Höf. Nörd Norðursins23. febrúar 2018Uppfært:23. febrúar 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Stjörnuskífan er sérhönnuð og myndskreytt rafbók fyrir Apple-spjaldtölvur þar sem skáldskapur blandast við þrautir og fróðleik; spennandi ævintýri og saga vísindanna renna saman.

    Út er komin alíslensk rafræn leikjabók (e. gamebook). Stjörnuskífan: Ævintýri og vísindi er samstarfsverkefni rithöfundarins Emils Hjörvars Petersen og hugbúnaðagerðarinnar Gebo Kano ehf., sem í senn er útgefandi verksins.

    Stjörnuskífan er sérhönnuð og myndskreytt rafbók fyrir Apple-spjaldtölvur þar sem skáldskapur blandast við þrautir og fróðleik; spennandi ævintýri og saga vísindanna renna saman. Helsti efniviðurinn er sóttur til gullaldar íslams en það var tímabil á miðöldum þegar vísindi og menning blómstruðu í löndum múslima. Margir uppfinningamannanna voru langt á undan sinni samtíð. Til að mynda reyndi Abbas ibn Firnas að fljúga fyrstur manna árið 875, um það leyti sem Ísland byggðist.

    Sagan fjallar um tvo unglinga í samtímanum, hinn íslenska Gunnar og hina íröksku Leylu, ævintýri þeirra og tímaflakk. Í kjallara skóla í Teheran finna þau skrítna klukku sem þeim tekst að gera við og hefst þá svaðilförin. Þau flakka til ársins 1206 þar sem þau hitta uppfinningamanninn Al-Jazari. Hann biður þau um hjálp við að ljúka meistaraverki sínu með því að safna hugmyndum forvera hans í sérstaka stjörnuskífu, sem er tímavél. Gunnar og Leyla flakka meðal annars til Húss viskunnar í Bagdad, til Sikileyjar þar sem þau hitta landkönnuðinn Al-Idrisi, til Aleppo þar sem þau hitta stjörnufræðikonuna Mariam al-Ijliya, þau lenda í klónum á illskeyttum töfraanda og margt fleira.

    Í hverjum kafla liggur fyrir þraut sem tengist sögunni og uppfinningunum. Alls eru þetta fjórtán litlir tölvuleikir, sérhannaðir fyrir leikjabókina. Auk þess inniheldur Stjörnuskífan mikinn fróðleik sem hægt er að veiða úr textanum.

    Fjallað er um allt sem tengist trúarbrögðum af hlutleysi, vísindin eru í forgrunni. Margt af því sem fram kemur hefur lítið sem ekkert verið skrifað um á íslensku áður, til dæmis um nokkrar vísindakonur á gullöld íslams. Í Stjörnuskífunni bregður einnig fyrir fyrirbærum sem eru ekki til í raun og veru, til dæmis tímavélum, töfradrykkjum og töfraöndum. Það er vegna þess að sagan er í grunninn fantasíusaga með fróðleiksívafi.

    Leikjabókin fæst í App Store og er ætluð almenningi og skólum. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði námsgagna.

    Heimild: Fréttatilkynning frá Gebo Kano

    Emil Hjörvar Petersen Gamebook Gebo Kano Leikjabók Stjörnuskífan
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBíóbíllinn: Black Panther (2018)
    Næsta færsla Leikjarýni: Monster Hunter World – „Skemmtilegur ævintýra- og hlutverkaleikur“
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.