Fréttir

Birt þann 13. september, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Nintendo framleiða fleiri NES mini næsta sumar

Nintendo leikjarisinn hefur ákveðið að hefja framleiðslu á NES mini leikjatölvunni á nýjan leik næsta sumar.

Margir aðdáendur NES vélarinnar sátu eftir með sárt ennið þar sem Nintendo framleiddu vélina aðeins í takmörkuðu upplagi. Að svo stöddu virðist eingöngu vera hægt að næla sér í vélina á uppsprengdu verði, tvöfalt eða jafnvel þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta.

Engin dagsetning hefur verið gefin upp enn þá, en búast má við að NES mini komi í verslanir sumarið 2018. Á næstu vikum fer SNES mini í sölur þar sem vélin virðist ætla fara í sama farveg og NES mini. Við vonum innilega að svo verði ekki.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑