Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Væntanlegir leikir á Nintendo Switch
    Fréttir

    Væntanlegir leikir á Nintendo Switch

    Höf. Daníel Rósinkrans16. apríl 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nintendo lögðu ríka áherslu á ARMS og einnig Splatoon 2 síðar í Nintendo Direct þættinum að þessu sinni. Það þýðir þó ekki að þetta verði einu leikirnir fáanlegir fyrir tölvuna þar sem önnur fyrirtæki, bæði stór og smá, koma til með að gefa út leikina sína fyrir þennan magnaða grip. Mario Kart 8 Deluxe er einnig fáanlegur fyrir gripinn síðar í þessum mánuði þann 28. apríl.

    Hér fyrir neðan eru þeir leikir sem eru væntanlegir fyrir Nintendo Switch þetta árið:

    • Ulta Street Fighter II: The Final Challenger – væntanlegur 26. maí næstkomandi.
    • Minecraft: Nintendo Switch Edition – væntanlegur á eShop þann 11. maí. Nintendo pakkinn sem kom út fyrir Wii U á sínum tíma verður einnig fáanlegur á útgáfudegi.
    • NeoGeo Masterpieces – safn af leikjum frá Yore, væntanlegur síðar á þessu ári.
    • Sonic Forces – væntanlegur um jólin.
    • Sonic Mania – væntanlegur í sumar.
    • Project Mekuru – ekki ósvipaður og Othello þrautaleikurinn, væntanlegur í sumar með fjölspilun í gegnum netið.
    • Fate/Extella – væntanlegur 25. júlí.
    • Disgaea 5 Complete – nú þegar til á PS4 og er væntanlegur þann 23. maí í gegnum eShop vefverslunina.
    • Puyo Puyo Tetris – skemmtileg blanda af hefðbundnum Tetris leik ásamt hinum vinsæla Puyo Pop þrautaleik. Sýnishorn er nú þegar fáanlegt í gegnum eShop, útgáfudagur enn þá óljós.
    • Monopoly – stafræn útgáfa af þessu klassíska borðspili. Leikurinn er væntanlegur í haust og mun nýta “HD Rumble” eiginleika Joy-Con pinnana.
    • Rayman Legends Definitive Edition – væntanlegur seinna á þessu ári.
    • Sine Mora Ex – væntanlegur í sumar frá THQ Nordic.
    • Battle Chasers: Nightwar – væntanlegur sumarið 2017.
    • Payday 2 – sama útgáfa og kom út fyrir PS4 og Xbox One, núna væntanlegur fyrir Switch 2017.
    • Namco Museum – safn af klassískum Namco leikjum. Væntanlegur í sumar.

    Dokkan, sem sér um að varpa Nintendo Switch leikjunum frá tölvunni yfir í sjónvarpið, verður loksins fáanleg ein og sér þann 19. maí í takmörkuðu upplagi. Þetta mun gera spilurum kleift að tengja fleiri en eina dokku við hvert sjónvarp svo það verður auðveldari að varpa leikjunum á milli herbergja.

    Nintendo enduðu kynninguna á Splatoon 2 sem hefur fengið staðfestan útgáfudag, 21. júlí 2017. Ásamt leiknum verða að sjálfsögðu gefin út Splatoon 2 amiibo leikföng í takt við persónurnar úr leiknum. Inkling Girl, Inkling Boy og Squid verða gefnir út enn eina ferðina nema með breyttu útliti að þessu sinni.

    Splatton 2 Amiibo settið: http://www.gameinformer.com/cfs-filesystemfile.ashx/__key/CommunityServer-Components-SiteFiles/imagefeed-featured-nintendo2017-zelda-amiibo/amiibo_5F00_610c.jpg

    Í Splatoon 2 verður einnig í boði splunkunýr leikstíll (game mode), er kallast „Salmon Run“, sem gengur út að sigra óvini sem ráðast gegn þér í bylgjum eða lotum. Allt að fjórir geta spilað leikskipulagið saman sem mun auðvelda spilunina eftir því sem fleiri vinna saman.

    Splatoon 2 er sem sagt væntanlegur þann 21. júlí, eingöngu fyrir Nintendo Switch.

    nintendo Nintendo Direct Nintendo Switch Splatoon 2 væntanlegir leikir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaARMS – næsti stóri leikurinn frá Nintendo
    Næsta færsla Leikjarýni: Resident Evil 7: Biohazard – „langt síðan að ég hef verið jafn hræddur“
    Daníel Rósinkrans

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.