Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Tölvuleikir og spil á Nordic Game Day laugardaginn 19. nóvember
    Menning

    Tölvuleikir og spil á Nordic Game Day laugardaginn 19. nóvember

    Höf. Bjarki Þór Jónsson18. nóvember 2016Uppfært:19. nóvember 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Á morgun, laugardagunn 19. nóvember, verður norræni leikjadagurinn Nordic Game Day haldinn hátíðlegur á Norðurlöndunum. Á deginum veita bókasöfn (og aðrar stofnanir) spilum og tölvuleikjum sérstaka athygli með því að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Á Íslandi taka 10 bókasöfn þátt í Nordic Game Day í ár og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri.

    Samtals hafa yfir 200 viðburðir verið skráðir í tengslum við Nordic Game Day og má finna yfirlitskort yfir alla viðburði hér á heimasíðu Nordic Game Day. Lista yfir íslensk söfn sem taka þátt í ár má finna neðst í þessari færslu.

    Borgarbókasafnið verður með fjölbreytta dagskrá í boði á þremur stöðum. Í Grófinni verður hægt að spila spil og prófa leiki frá íslenskum leikjafyrirtækjum; Box Island frá Radiant Games, Gunjack sýndarveruleika frá CCP, Mussila tónlistarleikinn frá Rosamosi og kennsluleiki og öpp frá Gebo Kano auk þess sem Sigursteinn J. Gunnarsson leikjahönnuður kynnir leikinn Sumer frá Studio Wumpus. Einnig verður boðið upp á kynningu í forritun og Pokémon GO göngur í boði Íslenskra Pokémon Þjálfara á Facebook. Nánari dagskrá má finna hér á heimasíðu Borgarbókasafnsins.

    1-pokemon_1_minnkad

    Sérstök Nordic Game Day tölvuleikjakeppni verður haldin í ár þar sem keppt verður í ormaleiknum Slither.io þar sem spilarinn þarf að safna hlutum til að fá stig og stækka orminn sinn (minnir mikið á Snake í gömlu Nokia símunum). Stigahæsti spilari Norðurlandanna fær OnePlus 3 snjallsíma að gjöf auk þess sem stigahæsti spilarinn í hverju landi fyrir sig fær spil eða tölvuleik.

    Borðspil spila einnig stóran þátt á Nordic Game Day og mun Amtssafnið á Akureyri meðal annars bjóða gestum uppá að spila Las Vegas, Splendor, Resistance, Dominion, Partners, Dixit, Jungle Speed og geta gestir mætt með sín eigin spil til að kynna þau fyrir öðrum. Safnið mun auk þess byrja að lána út spil líkt og bækur. Hægt er að lesa nánar um dagskrána á Akureyri hér.

    Flest önnur söfn sem taka þátt í deginum munu einnig þess bjóða gestum að spila spil á staðnum.

    Söfnin sem taka þátt í ár:

    • Borgarbókasafn, í Grófinni
    • Borgarbókasafn, Kringlunni
    • Borgarbókasafn, Gerðubergi
    • Amtsbókasafnið á Akyreyri
    • Bókasafn Akraness
    • Bókasafn Kópavogs
    • Bókasafn Hafnarfjarðar
    • Bókasafn Grindarvíkur
    • Bókasafn Árborgar
    • Bókasafnið í Hveragerði

    Myndir: Nordic Game Day

    Amtsbókasafnið á Akureyri borgarbókasafn NGD Nordic Game Day Pokémon GO Slither.io spil
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Mafia III – „verður fljótt einhæfur“
    Næsta færsla Nörd Norðursins gefur Titanfall 2 og fleiri tölvuleiki í tilefni Nordic Game Day!
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.