Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Mafia III – „verður fljótt einhæfur“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Mafia III – „verður fljótt einhæfur“

    Höf. Bjarki Þór Jónsson16. nóvember 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þá er komið að því að taka upp byssuna og skella sér í mafíu-gírinn! Í Mafia 3 fer spilarinn í hlutverk Lincoln Clay sem er nýlega kominn heim eftir að hafa gengt herþjónustu í Víetnamstríðinu.

    Stuttu eftir heimkomu hans til Bandaríkjanna eru hans nánustu myrtir af glæpagengi í borginni New Bordeaux og snýst leikurinn um hefnd Lincoln Clay og þá leið sem hann fer til að reyna að brjóta glæpaklíkuna niður alveg frá grunni upp til æðstu foringja.

    Eitt það áhugaverðasta við söguþráðinn er að fá tækifæri til að upplifa það tímabil sem leikurinn gerist á, eða lok sjöunda áratugarins.

    Söguþráður leiksins nær að halda manni nokkuð vel við efnið fyrst um sinn en verður fljótlega þreyttur og óáhugaverður. Sagan er sögð í gegnum helstu aðalpersónur leiksins og nær Lincoln Clay að stela senunni bæði sem áhugaverð persóna og vegna vel heppnaðrar talsetningar. Flestar aðrar persónur í leiknum eru annars frekar óáhugaverðar og litlausar. Eitt það áhugaverðasta við söguþráðinn er að fá tækifæri til að upplifa það tímabil sem leikurinn gerist á, eða lok sjöunda áratugarins. Þá þótti eðlilegt að skilgreina svertingja í Bandaríkjunum sem annars flokks og var fjöldi fólks sem barðist fyrir auknu jafnrétti. Mafia 3 fókusar að vissu leyti á þennan hluta sögunnar þar sem aðalpersóna leiksins er svertingi og er fórnarlamb í beinum og óbeinum skilningi. Í leiknum berst hann m.a. við rasista-hópa á borð við Ku Klux Klan sem lifa á hatri í garð svertingja. Stéttaskipting hefur líka áhrif í leiknum, til dæmis þegar löggan er kölluð til vegna glæpa er hún yfir höfuð lengur á staðinn ef glæpurinn er framinn í fátæku hverfi en þeim mun fljótari í ríku hverfin.

    mafia3_02

    Það sama má segja um spilun leiksins sem er ansi einhæf. Flest öll verkefnin ganga út á að finna glæpona og stúta fólkinu í kringum hann með einum eða öðrum hætti. Hægt er sveifla byssunum um eins og Rambó eða fela sig og taka einn og einn óvin út úr laumi. Þetta er svo endurtekið út nánast allan leikinn án tilrauna til að gera spilunina fjölhæfari eða dýpri. Boðið er uppá nokkrar uppfærslur, t.d. á vopnum, en uppfærslurnar hafa heilt á litið mjög takmörkuð áhrif á spilun leiksins og líður manni eins og leikurinn bjóði uppá frekar einsleita upplifun. Spilunin er þó ágæt til að byrja með en skortir fjölbreytni þegar líða fer á leikinn.

    Spilunin er þó ágæt til að byrja með en skortir fjölbreytni þegar líða fer á leikinn.

    Vonir voru uppi um að borgin í leiknum væri ekki jafn illa nýtt og í Mafia 2, en svo er því miður raunin. Borgin er áhugaverð, þó hún geti reyndar verið ansi einsleit á köflum, en lítið er um áhugaverð auka-verkefni. Þar sem spilunin er einhæf, borgin illa nýtt og söguþráðurinn hefur takmarkað skemmtanagildi þá verður Mafia 3 frekar fljótt þreytandi í löngum lotum. Það vantar meiri fjölbreyttni og nýjunga í þeim tilgangi að gera leikinn líflegri og skemmtilegri.

    mafia3_01

    Leikurinn er þó ekki alslæmur. Það eru kannski helst bílarnir, borgin og tónlistin sem nær að halda leiknum á lífi en tónlistin er brot af því besta frá sjöunda áratugnum. Lög á borð við The House of the Rising Sun, Bad Moon Rising, Ring of Fire, Wild Thing og I Fought the Law og fleiri góðir hittarar heyrast í leiknum.

    Leikurinn er þó ekki alslæmur. Það eru kannski helst bílarnir, borgin og tónlistin sem nær að halda leiknum á lífi…

    Annar galli við leikinn sem er nauðsynlegt að nefna er að leikurinn virðist hafa þurft mun meiri fínpússun fyrir útgáfu. Margsinnis færast hlutir skyndilega til, fólk hagar sér furðurlega, óvinir eru óvenju heimskir (lélegt AI) og grafíkin poppar stundum seint inn. Í dag eru margir vanir því að leikjafyrirtæki gefi út leiki í flýti og lagfæri smágalla með tímanum, en í þessu tilfelli eru gallarnir áberandi margir sem hefur áhrif á innlifun spilarans. Líkt og ef þú værir að horfa á leiksýningu en hluti sviðsmyndar væri ónýtur, sumir leikarar gleymdu hvað þeir ættu að gera uppá sviði og aðrir gleymdu að fara í réttan búning. Þetta einfaldlega dregur áhorfandann úr söguheimi leikritsins, og svipaða sögu má segja með Mafia 3.

    Mafia 3 inniheldur flotta hugmynd sem hefði þurft að útfæra mun betur.

    Mafia 3 býður upp á ágæta spilun til að byrja með en leikurinn verður fljótt einhæfur. Hann er nokkuð flottur og tónlistin framúrskarandi. En það er svo margt sem hefði mátt gera mun betur. Það er jú vissulega hægt að skemmta sér í leiknum og taka fínar rispur í honum – en á endanum býður leikurinn uppá takmarkaða skemmtun og vantar meiri dýpt í hann. Mafia 3 inniheldur flotta hugmynd sem hefði þurft að útfæra mun betur.

    Leikjarýni Mafia Mafia 3
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: Patchwork – Fullkominn bútasaumur!
    Næsta færsla Tölvuleikir og spil á Nordic Game Day laugardaginn 19. nóvember
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.