Fréttir

Birt þann 13. júní, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2016: Fallout 4 sýndarveruleiki væntanlegur

Bethesda kynnti tvö ný VR-verkefni á E3 kynningu fyrirtækisins í nótt; annars vegar sýndarveruleika þar sem hægt er að fara í einskonar skoðunarferð um í helvíti í nýja Doom leiknum og hins vegar Fallout 4 sýndarveruleika. Fallout 4 leikurinn verður aðgengilegur í heild sinni í sérstakri útgáfu fyrir HTC Vive VR-græjuna. Það verður nú ekki leiðinlegt að skella sér í Fallout heiminn með Pip-Boy á vinstri hönd og hundinn við þá hægri, stútandi óvinum og kanna ný landsvæði.

Fallout 4 VR er væntanlegur í verslanir 2017.

Stikla út Fallout 4

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑