Birt þann 17. apríl, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins
Hádegisfundur SKÝ: Sýndarheimur – framtíð eða flótti?
Miðvikudaginn 20. apríl kl. 12:00 – 14:00 mun Skýrslutæknifélag Íslands bjóða upp á hádegisfund sem ber yfirskriftina „Sýndarheimur – framtíð eða flótti?“ Á fundinum verður fjallað um möguleika sýndarheima og í hvaða átt þetta er að þróast. Auk þess verða tekin dæmi um hvað er að gerast í VR málum hér á Íslandi í dag en eins og lesendur okkar vita væntanlega þá hafa nokkur íslensk fyrirtæki sýnt VR málum áhuga, þar á meðal leikjarisinn CCP með EVE Valkyrie og EVE Gunjack og Sólfar með Everest VR.
DAGSKRÁ:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:50 VR og framtíðin
Hrafnhildur Björnsdóttir, Sólfar
12:50-13:20 Raunfjárfesting í sýndarveruleik
Helga Valfells og Egill Másson , Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
13:20-13:40 Praktískar lausnir í sýndarveruleika
Diðrik Steinsson, Mure
13:40-14:00 Pallborðsumræður
Bergur Finnbogason (CCP) , Diðrik Steinsson (Mure) og Hrafnhildur Björnsdóttir (Sólfar) ásamt Helgu Valfells og Agli Mássyni.
Gísli Karlsson (Premis) stýrir umræðum.
14:00 Fundarslit
Þátttökugjald er á bilinu 3.500 – 8.900 kr. (ódýrast fyrir meðlimi Ský).
Skráning fer frá á heimasíðu Ský
Mynd: Wikimedia Commons (HTC Vive)