Fréttir

Birt þann 13. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslenski sýndarveruleikinn Waltz of the Wizard á GDC 2016

Íslenska sýndarveruleikafyrirtækið Aldin Dynamics mun kynna Waltz of the Wizard á Game Developers Conference (GDC) sem haldin er í San Francisco í næstu viku, 14.-18. mars. Í Waltz of the Wizard fær spilarinn að upplifa hvernig það er að vera galdrakarl í heimi sem sækir innblástur í kvikmyndir á borð við Fantasíu og Harry Potter. Í upplifuninni fær fólk ýmiskonar galdrakrafta á borð við að gera hluti þyngdarlausa, umbreyta hlutum í lifandi dýr og ferðast á milli mismunandi heima í gegnum galdragáttir.

Waltz of the Wizard er hannaður fyrir HTC Vive þar sem hreyfisprotar (motion controllers) eru notaðir og geta þátttakendur þannig notað sínar eigin hendur innan sýndarheimsins. Sony mun kynna sérstaka útgáfu af Waltz of the Wizard á GDC fyrir PlayStation VR (áður þekkt sem Project Morpheus) – sýndarveruleikabúnað Sony.

Aldin fókusar á VR upplifun (VR experience) í Waltz of the Wizard og er því ekki um hefðbundinn tölvuleik að ræða. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu verkefni hjá Aldin og þróun sýndarveruleika hér á landi, en íslensku fyrirtækin CCP og Sólfar hafa einnig verið að þróa VR leiki og upplifanir.

 

SÝNISHORN ÚR WALTZ OF THE WIZARD

Heimild: Fréttatilkynning frá Aldin

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑