Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Gunjack – Nýr tölvuleikur væntanlegur frá CCP
    Fréttir

    Gunjack – Nýr tölvuleikur væntanlegur frá CCP

    Höf. Nörd Norðursins5. ágúst 2015Uppfært:5. ágúst 2015Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik, Gunjack fyrir farsíma og Gear VR útbúnað Samsung. Fyrirtækið mun kynna leikinn fyrir blaðamönnum og starfsmönnum tölvuleikjaiðnaðarins á Gamescom ráðstefnuninni í Köln í Þýskalandi. Á sömu ráðstefnu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, kynnir fyrirtækið jafnframt annan væntanlegan leik sinn, EVE: Valkyrie, sem koma mun út fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY og Oculus Rift sýndarveruleikabúnað Oculus VR á PC.

    Gunjack er hannaður fyrir sýndarveruleika (VR) og nýjan útbúnað farsímaframleiðandans Samsung; Samsung Gear VR. Leikurinn leit fyrst dagsins ljós sem prufútgáfa á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í maí á þessu ári, þar sem ráðstefnugestum gafst kostur á að prófa ýmsar leikjatilraunir CCP í sýndarveruleika í tilraunastofunum VR Labs. Í ljósi þeirra ákvæðu viðbragða sem prufuútgáfan, sem þá gekk undir nafninu Project Nemesis, fékk var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnis og úr varð fullgerður leikur; Gunjack.

    Gunjack er þróaður á skrifstofu CCP í Shanghai í Kína. Leikurinn gerist í EVE heiminum og býður spilurum upp á hraða og spennandi atburðarrás í fallegu og grípandi  framtíðarumhverfi.

    Markmið okkar var hvorki meira né minna en að skapa besta leikinn fyrir Gear VR búnaðinn. Fólkið sem sem vann að leiknum lagði áherslu á að skapa eins spennandi og fallegan leik fyrir þennan nýja vettvang og og mögulegt er. – og við erum mjög stolt af útkomunni.

    segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, CCP í Shanghai. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að VR eigi eftir að vera áberandi í leikjaframleiðslu framtíðarinnar:

    Við trúum því að sýndarveruleiki, VR, sé einn af lykilþáttum leikjaframleiðslu framtíðarinnar. Það mun ef til vill taka einhvern tíma þar til þetta nýja form nær almennri útbreyðslu, en við hjá CCP ætlum okkur að halda áfram að vera í fararbrodd á þessu sviði. Þannig að þegar þessi tækni nær enn frekari fótfestu þá verði það leikir okkar sem sýni hvað best hverskonar upplifun hún getur fært notendum hennar.

     

    ccp Gunjack igi VR
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Batman: Arkham Knight
    Næsta færsla Ný stikla úr Deadpool
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.