Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»E3 2014: Væntanlegir leikir frá EA
    Fréttir

    E3 2014: Væntanlegir leikir frá EA

    Höf. Nörd Norðursins10. júní 2014Uppfært:10. júní 2014Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Hin árlega E3 leikjasýning hófst fyrr í dag í Los Angeles í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi EA kynnti leikjafyrirtækið það helsta sem má vænta frá fyrirtækinu á komandi mánuðum, allt frá Star Wars Battlefront yfir í FIFA 15.

     

    Star Wars Battlefront

    Því miður fengum við lítið að sjá úr sjálfum leiknum en þessi kítla gefur smjörþefinn af því sem koma skal. Leikurinn er væntanlegur vorið 2015, en sama ár mun Star Wars: Episode VII í leikstjórn J.J. Abrams líta dagsins ljós.

     

    Dragon Age: Inquisition

    Myndbandið hér fyrir neðan sýnir fjórmenninga berjast við dreka og um leið hvernig bardagakerfi leiksins virkar. Dragon Age: Inquisition er væntanlegur í verslanir 7. október á þessu ári og verður fáanlegur á PC, PS3, PS4, Xbox 360 og Xbox One.

     

    Mass Effect 4

    Lítið sem ekkert var sagt um leikinn nema að spilarar mega búast við nýjum heimum og nýjum karakterum. BioWare, leikjafyrirtækið sem stendur á bak við Mass Effect leikina, er auk þess að þróa nýjan leik sem gerist í stórum opnum og raunverulegum heimi sem stöðugar breytingar eiga sér stað í.

     

    Sims 4

    Í Sims 4 verður hægt að breyta sims-unum sínum meira en áður. Á kynningunni var okkur gefin dæmisaga úr Sims 4 heiminum, og undirbúið ykkur núna undir stórfurðulega sögu: Við fylgjumst með Chuck, íþróttamanni á þrítugsaldri sem elskar bókmenntir. Hann fer með ljóð fyrir eldri konu sem mislíkar ljóðið svo að hún á erfitt með að hemja sig og ákveður að berja greyið strákinn. Til að lyfta sér upp eftir atvikið ákveður Chuck að halda partý, en viti menn, þangað mætir gamla konan sem virðist vera algjör partýprumpari. Strax þar á eftir mætir stuðbolti í partýið sem fær Chuck til að hlæja svo mikið — að hann deyr. Og þannig endar dæmisagan, huggulegt ekki satt? Sims er væntanlegur í verslanir 2. september 2014.

     

    Mirror’s Edge

    Lítið af spennandi fréttum og í raun bara stutt áminning um það að enn er verið að vinna að gerð leiksins. Mirror’s Edge byggir mikið á hreyfingum og sækir meðal annars innblástur frá parkour listinni. Faith, aðalsöguhetja leiksins, er á mikilli hreyfingu í leiknum og mun spilarinn geta valið á milli margra mismunandi leiða og á milli tveggja staða í opnum leikjaheimi.

     

    Dawngate

    Dawngate er fjölspilunar- bardagaleikur (MOBA) sem verður ókeypis að spila. Leikurinn fór í opna betu fyrr á þessu ári.

     

    Íþróttaleikir

    EA Games kynnti nýjasta UFC bardagaleikinn á blaðamannafundi fyrir skemmstu. Þar kom meðal annars fram að í leiknum fá spilarar möguleika á að spila sem goðsögnin Bruce Lee. Þetta eru ekki nýjar fréttir og hafa sumir efast um að andi goðsagnarinnar eigi heima í jafn grófum bardagaheimi og UFC er. Sama hvaða skoðun menn hafa á því verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar Nelson mun standa sig á móti sjálfum Bruce Lee, en Dana White, forseti UFC, staðfesti á dögunum að Gunnar Nelson verður ekki í upprunalegu útgáfu leiksins en hægt verður að hala honum niður sem viðbót.

    Einnig voru nýir leikir í NHL, PGA Tour, Madden, og FIFA seríunum kynntir til leiks. Í leikjunum má búast við uppfærslum sem betrumbæta leikina og gera þá nákvæmari og raunverulegri. Við erum þó varla að tala um einhverja byltingu hér, heldur frekar minni hluti eins og að fínstillingar á myndvélum og hreyfingar á hornstöngum þegar boltinn rekst í hana í FIFA 15. Í þessum flokki ber sérstaklega að nefna golfleikinn PGA Tour 15, en í honum verður heldur betur hrist upp í hlutunum og reynt að gera golfið meira spennandi -meðal annars með því að bæta við risavöxnum orrustuskipum!

     

    Battlefield: Hardline

    Battlefield: Hardline stal kastljósinu algjörlega og var hápunktur kynningarinnar. Í leiknum er „löggu og bófa“  lyft upp á næsta þrep. Í myndbandinu hér fyrir neðan er sýnt úr fjölspilunarhluta leiksins þar sem þeir góðu (löggurnar) eltast við þá slæmu (bófarnir) í hörkuspennandi hasarleik. Á E3 var tilkynnt í beinni útsendingu að beta útgáfa leiksins væri strax aðgengileg þar sem fyrstur kemur fyrstur fær. Battlefield: Hardline kemur í verslanir 21. október 2014.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson e3 E3 2014 EA Games
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHlaðvarp: Kaffi og myndasögur #4
    Næsta færsla Microsoft kynnir Halo og fleiri leiki á E3 2014
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.