Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Tölvuhakk og geimfatnaður á TEDxReykjavík 2014
    Íslenskt

    Tölvuhakk og geimfatnaður á TEDxReykjavík 2014

    Höf. Nörd Norðursins14. maí 2014Uppfært:14. maí 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit
    Ýmir Vigfússon
    Ýmir Vigfússon

    TEDxReykjavík ráðstefna verður haldin í Hörpu þann 17. maí næst komandi. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar eru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru flest á ensku.

    Á ráðstefnunni munu ýmsir mælendur halda fjölbreytt erindi um ýmis málefni. Á meðal mælenda eru Ólafur Stefánsson handboltaþjálfari; Gulla Jónsdóttir arkitekt; Þórir Ingvarson, rannsóknarlögreglumaður; Pétur K. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður og Ásdís Olsen, kennari.

    Tvö erindi vekja þó sérstaka athygli hjá okkur nördunum:

    Annars vegar ætlar mun Ýmir Vigfússon, doktor í tölvunarfræði og aðstoðarprófessor við Háskólann í Reykjavík, halda erindi um ástæður þess að hann kennir nemum sínum að hakka. Ýmir er forsprakki hakkarakeppni HR, sem hefur verið haldin síðan 2011. Að mati Ýmis er besta aðferðin að kenna nýrri kynslóð forritara að þekkja andstæðinginn og fyrirbyggja árásir sú að kenna þeim sjálfum að gera slíkar árásir.

    Hins vegar mun Karl Aspelund prófessor við háskólann í Rhode Island flytja erindi um hvernig fatnaði geimfarar eigi að klæðast á löngum geimferðum. Aspelund er þátttakandi í verkefninu 100 Year Starship, en markmiðið með því verkefni er að gera hugmyndina um að senda mannað geimfar út fyrir sólkerfi okkar að veruleika innan 100 ára. Aspelund rannsakar hvernig fatnaði geimfararnir myndu klæðast á slíkri ferð. Hins vegar þarf að skoða meira en bara praktísk atriði eins og hönnunarferli, efnisval, viðgerðir og endurnýtingu fatnaðarins. Að endurhugsa það hvernig við klæðum okkur krefst einnig þess að við endurhugsum sjálfsmynd okkar, sköpunargleði og tjáningu. Hægt er að kynna sér verkefni betur á: 100yss.org.

    Miðasala er hafin á vefsíðunni www.tedxreykjavik.is.

    TEDxReykjavík á Facebook

     – Fréttatilkynning frá TEDxReykjavik
    TEDx TEDxReykjavik
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNýtt kynningarmyndband fyrir Watch Dogs
    Næsta færsla Leikjarýni: Child of Light
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.