Birt þann 27. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Áttunda Big Lebowski Fest haldið laugardaginn 5.apríl
Áttunda Big Lebowski Fest fram fer í Keiluhöllinni Öskjuhlíð, laugardaginn 5.apríl næstkomandi kl. 20. Á festinu hittast aðdáendur Big Lebowski og keppa í spurningakeppni, keilu, búningakeppni, og síðast en ekki síst; horfa er á myndina. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 5 sætin í búningakeppni, fyrstu 3 sætin í spurningakeppni, fyrstu 3 sætin í keilu, ásamt sérstökum heiðursverðlaunum.
Hátíðin verður tileinkuð leikaranum Philip Seymour Hoffman sem lést fyrr á árinu, en hann leikur Brandt í The Big Lebowski. Miðaverð er 3.490 kr. Innifalið í miðaferðinu er þáttaka í hátíðinni, 85 mínútur í keilu, Lebowski Brandt bolur og einn White Russian.
Dagskrá
20:00 – Mæting og skráning
21:00 – Lebowski Quiz
22:00 – Keila
23:30 – Myndin The Big Lebowski sýnd.
00:30 – Verðlaunaafhending
01:30 – Festinu lýkur
Sigurbúningarnir í fyrra voru vægast sagt glæsilegir!