Fréttir

Birt þann 20. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sony kynnir Morpheus – EVE: Valkyrie kemur út á PlayStation 4

Sony kynnti nýja þrívíddarlausn og þrívíddarbúnað fyrir PlayStation 4 leikjavélar sínar GDC ráðstefnunni í San Francisco um daginn. Mikil leynd hefur hvílt yfir lausninni sem hlotið hefur nafnið Morpheus og mun að sögn talsmanna Sony breyta framtíð tölvuleikjageirans og hvernig tölvuleikir eru spilaðir. Við sama tækifæri tilkynnti fyrirtækið að nýr leikur CCP, EVE: Valkyrie, sem byggir á nýrri þrívíddartækni, muni koma út fyrir PlayStation 4 leikjavélarnar og verða spilanlegur með Morpheus.

CCP hefur áður tilkynnt að EVE: Valkyrie komi út fyrir PC leikjavélar með þrívídarrútbúnaði Oculus Rift. Á GDC ráðstefnunni varð semsagt ljóst að leikurinn verður einnig gefin út fyrir PlayStation 4 leikjavélar Sony. Útgáfudagur fyrir EVE: Valkyrie hefur ekki verið gefin út.

Við erum mjög ánægð með samstarf okkar við Sony síðustu ár og stolt af því að nýji leikurinn okkar, EVE: Valkyrie, verði fáanlegur á PlayStation 4. Við höfum áður tilkynnt að leikurinn verði fáanlegur á PC vélum í gegnum samstarf okkar við Oculus Rift. Það eru að eiga sér stað mjög spennandi hlutir og ný tækni að koma fram á sjónarsviðið með þrívídd í tölvuleikjagerð. Við hjá CCP ætlum að halda áfram að vera í fararbroddi í þessari þróun.

– Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP

EVE_VR_01

EVE_VR_02

– Fréttatilkynning frá CCP
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑