Fréttir

Birt þann 14. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

CCP sýnir úrslit New Eden Open II í beinni 16. mars

Sunnudagurinn 16. mars er lokadagur New Eden Open II mótsins í EVE Online. Að því tilefni ætlar CCP að bjóða áhugasömum að fylgjast með úrslitunum í beinni í höfuðstöðvum CCP, Grandagarði 8 í Reykjavík. Þrjú efstu sætin á mótinu hljóta peningaverðlaun og í aðalverðlaun eru heilir $12.000 (sem gera rétt yfir 1,3 milljónir íslenskra króna miðað við núverandi gengi). Ekki er langt síðan að Riot Games stóð fyrir svipaðri uppákomu á Hressó þar sem gríðarlega skemmtileg stemning myndaðist meðal íslenskra LoL spilara.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér þar sem aðeins 100 miðar eru í boði. CCP mun bjóða gestum upp á léttar veitingar á meðan keppni stendur. Þetta er tilvalið tækfæri fyrir íslenska EVE spilara til að hittast og styðja sitt lið. CCP mun auk þess veita sérstök verðlaun – EVE: The Second Decade Collector’s Edition – handa þeim sem mætir með flottasta stuðningsskiltið.

Við minnum svo á griðastað EVE Online og DUST 514 spilara á Íslandi, Facebook hópinn Nýja Eden – EVE og DUST spilarar á Íslandi.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑