Íslenskt

Birt þann 26. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fyrirlestur um upplýsingasamfélag framtíðarinnar 28. febrúar

Föstudaginn 28. febrúar kl. 12:00 verður boðið upp á opinn hádegisfyrirlestur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í Öskju, stofu 132. Þar mun Haukur Arnþórsson, doktor í rafrænni stjórnsýslu, fjalla um upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Á heimasíðu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands kemur fram:

Fyrirlestur Hauks ber heitið „Upplýsingasamfélag framtíðar: tækifæri og hættur“. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvernig upplýsingasamfélag framtíðarinnar gæti litið út, þar á meðal hvað einkennir opið upplýsingasamfélag og hvert við erum komin, en einnig um hættur netsins sem eru til dæmis aukið eftirlit með netheimum. Að lokum verða fyrirspurnir og umræður.

.

Haukur Arnþórsson er doktor í rafrænni stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og á að baki langa starfsreynslu á sviði rafræns lýðræðis og stjórnsýslu í íslenska stjórnkerfinu. Hann kennir rafræna stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild HÍ, veitir ráðgjöf á sviðinu, hefur unnið við útvarpsþáttagerð og verið virkur í fjölmiðlaumræðu.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑