Birt þann 24. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Stonie – Nýr íslenskur Android þrautaleikur
Stonie er nýr Android þrautaleikur þar sem þú stjórnar lítilli grænni veru sem þarf að safna demöntum og finna leið sína framhjá steinum og sprengjum í átt að útgönguleið. Í Stonie eru 44 mis erfið borð og minnir leikurinn nokkuð mikið á gamla góða Boulder Dash og Rockford, en þeir eru meðal þeirra leikja sem Haraldur Þrastarson, höfundur leiksins, segist hafa sótt innblástur í.
Haraldur, sem starfar sem bifvélavirki í dag, segist hafi byrjað að fikta við að búa til leiki og forrit frá því að hann fékk sína fyrstu Sinclair Spectrum tölvu. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á forritun og fór meðal annars nýlega á námskeið í forritun hjá NTV. Haraldur hefur notað frítíma sinn undanfarna fimm mánuði til að vinna að gerð leiksins, en Stonie er fyrsti útgefni leikurinn eftir Harald.
>> Sækja leikinn ókeypis á Google Play
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.