Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Spurt og spilað: Katrín Jakobsdóttir
    Íslenskt

    Spurt og spilað: Katrín Jakobsdóttir

    Höf. Nörd Norðursins11. febrúar 2014Uppfært:7. júní 2017Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar áttundi viðmælandi er Katrín Jakobsdóttir.

    Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna og hefur verið þingkona flokksins síðan 2007. Katrín var mennta- og menningarmálaráðherra árin 2009-2013 í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Auk þess hefur hún starfað við dagskrárgerð, ritstörf, kennslu og margt fleira.

    Katrín er fædd árið 1976 og er með BA í íslensku með frönsku sem aukagrein og MA í íslenskum bókmenntum. Það má segja að Katrín hafi verið fljót að finna sig í pólitíkinni, en hún var í stúdentaráði HÍ og háskólaráði 1998-2000 og formaður Ungra vinstri grænna 2002-2003. Síðan þá hefur hún leikið stórt og áberandi hlutverk í Vinstrihreyfingunni grænt framboð, vinstri flokks sem stofnaður var árið 1999.

     

    Hvenær byrjaðir þú að spila tölvuleiki og hver var fyrsti leikurinn sem heillaði þig?

    Pac-ManPabbi minn kom heim með tölvuspil þegar ég hef verið sirka sex ára, það var annars vegar spil þar sem maður skaut UFO-a og hins vegar spil sem var kallað Símon og gekk út á að muna hljóða- og litarunur… bæði mjög spennandi á þeim tíma! Svo var Pac-Man mjög skemmtó líka, kynntist honum í félagsmiðstöðinni.

     

    Hverskonar leiki spilar þú aðallega, og áttu þér einhvern uppáhalds leik?

    Ég spila afskaplega sjaldan tölvuleiki, stundum þó til að róa hugann. Lengsta tölvuleikjaspil sem ég hef stundað var þegar ég var svefnlaus fjórar nætur í röð í New York og kláraði lesefnið sem ég var með fyrstu nóttina. Eftir það spilaði ég Angry Birds og náði bara talsverðri hæfni í þeim leik! En Tetris er uppáhalds leikurinn fyrr og síðar.

     

     

    Hvaða leik spilaðirðu síðast?

    Tetris.

     

    Hvaða tæki notar þú helst til að spila tölvuleiki?

    Borðtölvu.

     

    Hvaða leik hefurðu spilað mest, í klukkutímum talið?

    Það er líka Tetris.

     

    Hefurðu stolist í Angry Birds eða QuizUp inni í þingsal?

    Neibb!

     

    Við þökkum þér kærlega fyrir spjallið!

    Takk sömuleiðis.
    Mynd: VG.is / – BÞJ
    Alþingi Katrín Jakobsdóttir spurt og spilað Vinstri Grænir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: Cards Against Humanity
    Næsta færsla Nintendo Direct – Upplýsingar um væntanlega leiki [MYNDBAND]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.