Bækur og blöð

Birt þann 31. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Topp 5: DC myndasögur ársins 2013

5. Wonder Woman

Wonder Woman

Aldrei datt okkur í hug að Wonder Woman geti verið áhugaverður karakter. Azzarello og Chiang hafa gert Wonder Woman að svo áhugaverði persónu að það hálfa væri nóg. Þessi titill snýr gjörsamlega að sögu hennar en ekki annarra ofurhetja. Semsagt, hann er algjörlega aðskilinn restinni af DC heiminum og er því hægt að lesa án þess að lesa aðra titla frá DC. Azzarello, sem skrifar söguna, breytti  upruna Díönu örlítið og byggir hana upp frá þeim grunni . Þessi nýi uppruni hennar gefur lesendum nýja og ferska sögu þar sem Wonder Woman lætur engan segja sér fyrir verkum. Þessi titill hefur verið virkilega góður frá byrjun og hefur hann haldið því út allt árið.

 

4. Swamp Thing

Swamp Thing

Swamp Thing er svo sannarlega einn besti titill ársins. Scott Snyder fór mjög vel með karakterinn sem meistarar á borð við Brian K. Vaugan og Alan Moore höfðu gert að risa í DC heiminum. Charles Soule tók við í ár af Snyder en ekkert lát varð á sögunni, það var í rauninni eins og engin pennaskipti höfðu átt sér stað. Sagan The Whiskey Tree hafa fengið tilnefningu frá IGN fyrir bestu sögu ársins og að okkar mati ætti hún að vinna. Charles blandar saman húmor og drama á mjög góðan hátt og kynnir til leiks gamla óvini á nýjan hátt. Klárlega saga sem fólk á ekki að láta fram hjá sér fara.

 

3. Animal Man

Animal Man

Ef maður vill fara í tilfinningarrússíbana á borð við Grave of the Fireflies eða Titanic þá mælum við með því að lesa Animal Man. Lemire er sannkallaður meistari þegar kemur að því að kalla fram tilfinningar við lestur á myndasögum. Hann hefur einnig skrifað Trillium sem rífur álíka mikið í hjartað. Animal man hefur  ávalt verið nokkuð lítill karakter í DC heiminum en það hindrar ekki Jeff Lemire við að skapa áhugaverðann heim sem er mjög gaman að lesa.

 

2. Batman Inc.

Batman Inc

Árið 2006 byrjaði Grant Morrison að skrifa Batman og lauk hann þeim ferli sem fastur Batman penni með Batman Inc. sögunni sinni. Batman Inc. sagan byrjaði árið 2010 og lauk snemma á þessu ári. Þó að aðeins örfá  blöð komu út á þessu ári en þau voru svo góð að við vorum spenntir fyrir hverju einasta sem kom út. Titillinn var áhugaverður að því leiti að hann einblíndi meira á minni hetjur í Batman heiminum (margar hafði Morrison skapað sjálfur) og tengslum þeirra við sjálfan Batman. Einnig skapaði Morrison son Bruce Wayne, Damian Wayne en hann er stór karakter í titlinum.

 

1. Batman

Batman

Scott Snyder er eini maðurinn sem DC treysti til að „endurgera“  Year One eftir Frank Miller og hann er að gera það vel! Batman hefur haldið sínu striki allt frá nýmyndun DC-heimsins í New 52. Meistaraverk hefur fylgt meistaraverki aftur og aftur, The Court of Owls, Death of the Family og nú Zero Year. Það er ekkert lát á þessum  manni sem hefur starfað sem myndasögu penni  í svo stuttann tíma. Batman titillinn heldur áfram að næla sér í frábærar einkunnir frá virtum síðum á borð við IGN og Comicvine en allt bendir til þess að hann haldi því áfram. Scott Snyder og Greg Capullo hafa tekið áskoruninni sem felst í að skrifa Batman titil, og þá sérstaklega aðaltitilinn og hafa gert það meistaralega. Snyder og Capullo hafa náð þeim hæðum sem fáir ná sem teymi í myndasöguheiminum og eiga heiður skilið fyrir að hafa skapað nýtt „canon“ fyrir Batman án þess að reita dyggustu aðdáendur til reiði. Persónulega viljum við ekki að aðrir fái að snerta aðal Batman titilinn meðan Snyder og Capullo hafa ennþá þetta frábæra ímyndunarafl. Við bíðum spenntir eftir enda Zero Year og afleiðingum þess á næsta ári!

 

>> Topp 5: Marvel myndasögur ársins 2013
>> Topp 5: Indí myndasögur ársins 2013

 

Höfundar eru Skúli Þór Árnason,
og Þrándur Jóhannsson

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑