Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Crysis 2 MP Beta 2
    Tölvuleikir

    Crysis 2 MP Beta 2

    Höf. Nörd Norðursins22. júlí 2011Uppfært:4. júní 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    eftir Daníel Pál Jóhannsson

    (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér)

    FYRSTU KYNNI
    Ímyndaðu þér 16 hermenn, vopnaða öflugum skotvopnum og hátækni brynjum. Skiptu þeim niður í tvö lið. Bardagasvæðin eru fallega byggð og stríðsbarin. Árið er 2023 og þú ert staddur í New York, byggingar eru að hruni komnar, götur fylltar af bílhræum og bátar sokknir í höfninni. Settu þetta upp í nýjustu grafíkvélina frá Crytek sem heitir CryEngine 3. Skalaðu þetta upp í háskerpu, með stöðuga 30 ramma á sekúndu, og þú færð litríkan, hraðan leik sem sýnir það sem er að gerast á skjánum fallega og skilvirknislega. Satt, 30 rammar á sekúndu er venjulega ekkert til að hrópa húrra yfir, en Crytek eru með aðferðir í CryEngine 3 til að hjálpa til við það.

    UMFJÖLLUN
    Þann 1.mars 2011 gáfu Crytek aðgang að fjölspilunar sýnishorni númer tvö fyrir leikinn Crysis 2. Í þessu sýnishorni eru tvö borð, Pier 17 og Skyline. Eins og nöfnin gefa til kynna þá er gerist annað borðið í höfn, sem hefur greinilega orðið fyrir barðinu á stríðinu. Meðan seinna borðið gerist á þaki háhýsis, þar sem hermenn berjast innan um gróðurhús, loftræstikerfi og þyrlupall. Það er gefinn takmarkaður aðgangur af þeim miðlungs fjölda af vopnum sem verða í fullri útgáfu leiksins. Satt að segja fær spilari aðgang að fjórum vopnum, árása rifli, haglabyssu, leyniskytturifli og vélbyssu af stærri gerðinni.  Spilari hefur möguleika, með því að ná að drepa ákveðinn fjölda aðra spilara, að fá aðgang að viðbótum á vopnið sitt. Svosem hljóðdeyfi, betra mið, stærra skothylki, heilmyndar-tæki sem býr til heilmynd  af þér til að lokka spilara til að skjóta á hana, og margt þaðan af. Aftur, takmarkaður aðgangur að þessum viðbætum í sýnishorninu en alltaf kærkomin viðbót.  Það sem gerir Crysis 2 öðruvísi frá mörgum skotleikjum er Nanóbúningurinn (e. Nanosuit) en hann hefur fengið uppfærslu frá fyrri Crysis leiknum. Með honum geta spilarar hoppað hærra, hlaupið hraðar og barið fastar. Spilari hefur möguleikann að virkja tvo mismunandi eiginleika Nanóbúningsins, en ekki báða í einu. Fyrri eiginleikinn er orkuskjöldur sem gefur spilara möguleika á að taka við meiri refsingu en hægir á honum. Seinni eiginleikinn beygir ljósið í kringum þig, þannig að þú verður meira og minna ósýnilegur fyrir óvininn (Predator-style). Því minna sem þú hreyfir þig því minna áberandi ertu. En um leið og þú ræðst á óvin, þá verðurðu sýnilegur. En ekki er hægt að hoppa, hlaupa og nota eiginleikana endalaust. Búningurinn er með takmarkaða orku sem spilari hefur aðgang að og það kostar orku að keyra þessa ofurkrafta. En ef ekki er verið að nota kraftana í búningnum þá hleðst orkan aftur upp á nokkrum sekúndum.  Til að fá aðgang að betri vopnum, aukahlutum og viðbótum á Nanóbúninginn þá þarf spilari að ná ákveðnum reynslustigum sem hann fær fyrir að spila í fjölspilun. Fjöldi stiga ræðst af velgengni í hverjum bardaga fyrir sig og reynslukerfið er lagaskipt. Í sýnishorninu er mest hægt að fara upp í reynslustig 10. En það eru líka önnur stig sem spilari fær fyrir hvernig hans spilastíll er. Ef hann læðist mikið og er duglegur að gera sig ósýnilegan þá fær hann reynslustig sem nýtist honum fyrir þennan stíl. Ef hann notar orkuskjöldinn hins vegar mikið og verður fyrir mörgum skotum, þá fær hann reynslustig fyrir þann spilastíl. Þessi stig er síðan hægt að nýta til að opna fleiri valmöguleika og viðbætur við búninginn sinn sem hentar spilara.
    GagnrýniHafa verður í huga að þetta er sýnishorn en ekki lokaútgáfa leiksins. Grafík, útlit, vopn, aukahlutir og flest allt getur breyst af einhverju eða öllu leyti í lokaútgáfunni.  Þó svo að Crysis 2 fjölspilunin virtist vera ruglingsleg, flókin og hreint og beint asnaleg, fyrstu skiptin sem hann er spilaður þá er þetta eins og að hlusta á nýjan geisladisk. Það þarf oft að hlusta nokkrum sinnum á lögin áður en þau verða algjör snilld. Það sama er með þennan leik. Eftir að búið er að læra að nýta sér umhverfið, vopnin og Nanóbúninginn þá verður þess leikur algjört æði. Skemmtilegir bardagar, tifinningin sem spilari fær þegar hann nær að taka einhvern niður er góð og eins og með flesta fjölspilunarleiki. Þá er skemmtilegast að spila nokkrir saman í hóp, því þá er allt hægt.  Ég mæli eindregið með að nálgast þetta sýnishorn og prufa að taka að minnsta kosti fjóra til fimm bardaga. Þetta er svo sannarlega leikur sem er gripið í þegar það gefst leyfi til að drepa tíma og fá útrás.

    2 beta crysis Daniel Pall Johannsson tölvuleikur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: MotorStorm: Apocalypse
    Næsta færsla Leikjarýni: LittleBIG Planet 2
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.