Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Drakúla greifi á íslensku
    Bækur

    Drakúla greifi á íslensku

    Höf. Nörd Norðursins5. nóvember 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Drakúla, ein frægasta hrollvekja sem skrifuð hefur verið, birtist nú loks í heild sinni á íslensku.

    „Greifinn tók greinilega eftir því og hörfaði. Hann glotti fremur grimmilega og sýndi meira af framstæðum tönnunum en hann hafði áður sýnt. Hann settist aftur niður sín megin við eldstæðið. Við þögðum báðir um stund og þegar ég leit í átt að glugganum sá ég fyrstu ljósglætu komandi dags. Yfir öllu var undarleg kyrrð. Þrátt fyrir það varð ég var við marga úlfa spangóla neðar í dalnum. Augu greifans blikuðu og hann sagði: „Hlýðið á börn næturinnar. Hve tónlist þeirra er töfrandi!“

    DrakúlaFyrsta heildarþýðingin á íslensku

    Drakúla, eftir Bram Stoker, er án efa ein þekktasta hrollvekja allra tíma. Hún kom fyrst út árið 1897 og hefur verið endurútgefin reglulega. Sagan hefur þó aldrei áður komið út í heildarþýðingu á íslensku. „Í raun var þetta verkefni sem okkur fannst við þurfa að ráðast í, svona í ljósi þess að við leggjum áherslu á furðusögur,“ segir Þorsteinn Mar, útgáfustjóri Rúnatýs. „Drakúla er ein af þremur stóru hrollvekjunum, sem stundum er talað um sem „the great three“, ásamt Frankenstein og Dr. Jekyll and Mr. Hyde sem báðar eru til í nýlegum íslenskum þýðingum.“

    Það var vandað vel til verks við þýðinguna og má nefna að yfir 100 neðanmálsgreinar eru í bókinni, sem auðvelda lesandanum að skilja textatengsl og skilja þann heim sem sagan er skrifuð í, en neðanmálgreinarnar eru unnar af þýðandanum, Gerði Sif Ingvarsdóttur.

    Íslenskir lesendur hafa þó áður getað kynnt sér söguna en hún kom út í endursögn Valdimars Ásgerissonar í tímaritinu Eimreiðinni snemma á 20. öld, undir nafninu Makt myrkranna, ásamt því að endursagnir fyrir yngri lesendur hafa verið birtar í gegnum tíðina. „Okkur fannst mikilvægt að íslenskur lesendur ættu þess kost að lesa söguna í heild og kynnast því af hverju hún hefur lifað öll þessi ár. Drakúla þarf einfaldlega að vera til á íslensku,“ bætir Þorsteinn við.

    Fleiri titlar frá Rúnatý fyrir jólin

    Rúnatýr gefur einnig út bókina Vargsöld, núna fyrir jólin, en hún kom út fyrr á árinu í kiljuformi. Bókin, sem er hörkuspennandi fantasía, sem fékk mjög góða dóma í vor og er góður valkostur fyrir alla sem unna furðusögum.

    – Fréttatilkynning frá Rúnatýr
    Bram Stoker Dracula Gerður Sif Ingvarsdóttir hrollvekja Rúnatýr Þorsteinn Mar
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaCall of Duty: Ghosts kvöldopnanir
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: The Shining [Svartir sunnudagar]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.