Fréttir

Birt þann 16. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fyrsti íslenski tölvuleikurinn kominn á safn

Síðastliðinn föstudag, 11. október 2013, afhenti Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins, Landsbókasafni Íslands tvö eintök af tölvuleiknum Sjóorrusta. Leikurinn er frá árinu 1986 og á gagnakassettu fyrir Sinclair Spectrum tölvur. Talið er að Sjóorrusta sé fyrsti íslenski útgefni tölvuleikurinn, en það voru feðgarnir Erlingur Örn Jónsson og Jón Erlings Jónsson sem hönnuðu og forrituðu leikinn á sínum tíma.

Bjarki vinnur um þessar mundir í verkefni sem ber heitið Upphaf, þróun og varðveisla íslenskra tölvuleikja sem gengur út á að varðveita gögn og upplýsingar sem snerta sögu íslenskra tölvuleikja.

Sýningin Einkaútgáfur, örforlög og annarskonar miðlun frá 1977 til samtímans stendur yfi í Landsbókasafni Íslands þar sem eintak af leiknum er til sýnis.

 

Skjáskot úr leiknum

Sjoorrusta

Sjóorrusta

Mynd: Landsbókasafn Íslands / -EJ
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑