Bækur og blöð

Birt þann 26. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Plantan á ganginum – Ný íslensk myndasaga

Systurnar Elísabet Rún (19 ára) og Elín Edda (17 ára) Þorsteinsdætur hafa undanfarið ár unnið saman að gerð vefmyndasögunnar Plantan á ganginum. Í þessari íslensku myndasögu er sagt frá Geirþrúði sem lifir nokkuð einmanalegu lífi, en líf hennar breytist töluvert þegar hún setur plöntu á ganginn í fjölbýlishúsinu sem hún býr í. Í formála sögunnar segir:

Náttúran hefur undarleg áhrif á mannfólkið. Maðurinn hefur búið sér til samfélag með föstum reglum sem veita öryggi. Andspænis náttúrunni finnur hann til smæðar sinnar sem skiptir um hlutverk. Því er samt öfugt farið með sumt fólk. Sumum líður betur innan um tré og plöntur enda er að vissu leyti auðveldara að umgangast þau.
Geirþrúður er ein af þeim. Óafvitandi hefur hún einangrað sig frá umheiminum. En líf hennar breytist þegar hún kemur afar sérstakri plöntu fyrir á ganginum.
Þetta er sagan hennar.

Fyrstu tveir hlutar sögunnar eru komnir á netið og er hægt að nálgast  á theplantinthehallway.tumblr.com og theplantinthehallway.blogspot.com.

 

Sýnishorn

Plantan á ganginum

-BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑