Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Icelandic Gaming Industry (IGI)
    Greinar

    Icelandic Gaming Industry (IGI)

    Höf. Nörd Norðursins20. september 2011Uppfært:7. mars 2013Ein athugasemd2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Icelandic Gaming Industry (IGI) var stofnað árið 2009 af helstu tölvuleikjafyrirtækum landsins. Tilgangur hópsins er að miðla þekkingu og reynslu sín á milli og um leið efla viðskiptatengsl meðal íslenskra leikjafyrirtækja.

    Tölvuleikjaiðnaðurinn á Íslandi fer stöðugt stækkandi og eflist ár frá ári. CCP stendur fremst í flokki tölvuleikjafyrirtækja hér á landi, en fleiri slík fyrirtæki starfa einnig hér á landi og má þar nefna Betware, CADIA, Dexoris, Digital White Knight, Fancy Pants Global, Gogogic, MindGames og Ymir. Auk þess eru síður á borð við Games4J og Leikjanet.is sem bjóða upp á fjölda netleikja. Aðrir miðlar sem einnig eru starfandi á Íslandi eru t.d. tölvuleikjaþátturinn Game Tíví og heimasíða Nörd Norðursins sem miðla upplýsingum úr leikjaiðnaðinum til áhorfenda/lesenda.

    IGI stendur fyrir ýmiskonar viðburðum og ber þar helst að nefna reglulega hittinga (IGI Meetup), fyrirlestra, vinnustofur og samkeppnir í tölvuleikjagerð. Í fyrra stóðu þeir fyrir Icelandic Gaming Industry Awards 2010 (IGIA10) þar sem góðar tölvuleikjahugmyndir voru verðlaunaðar. Í tengslum við IGIA10 voru fyrirlestrar og vinnustofur haldnar og geta áhugasamir nálgast upptökur af þeim hér á YouTube.

    Þetta árið stendur IGI fyrir sambærilegri tölvuleikjakeppni sem ber heitið Game Creator. Svipað fyrirkomulag er í Game Creator og IGIA10 þar sem keppt er um hugmynd og hönnun besta tölvuleiksins. Keppnin hófst 1. september síðastliðinn og leikjum þarf að skila inn í síðasta lagi laugardaginn 29. október. Við hjá Nörd Norðursins munum að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála og tilkynna sigurvegara þegar þar að kemur.

    Sama hvort þú ert eigandi leikjafyrirtækis, leikjasíðu, forritari, hugmyndasmiður, listamaður, starfar við þrívíddarvinnslu eða prófun tölvuleikja, ert atvinnumaður, gúrú eða áhugamaður, getur þú fylgst með og tekið þátt í umræðum á heimasíðu IGI; www.igi.is. Þar er hægt að skrá sig á síðuna og opna persónulegan prófíl þar sem þú getur sett inn mynd af þér og sagt frá eins miklu, eða litlu um þig og þú vilt. Auk þess getur þú gengið til liðs við ýmsa hópa sem hafa verið stofnaðir og fylgst með nýjum fréttum. Smelltu hér til að stofna prófíl á IGI!

    Eflum íslenskan tölvuleikjaiðnað!

    – Bjarki Þór Jónsson

    2010 2011 Betware Bjarki Þór Jónsson CAIDA ccp Dexoris Digital White Knight Fancy Pants Global fyrirlestrar game creator Gogogic icelandic gaming industry icelandic gaming industry awards igi IGIA10 MindGames On the Rocks vinnustofur workshops Ymir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: Fright Night (2011)
    Næsta færsla Nördaleg kynfæra gælunöfn!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025

    Það sem við vitum um Gang of Frogs

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.