Menning

Birt þann 26. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Velkomin í safnið: Upplifðu sögu netsins á netinu

Saga netsins er bæði löng og að mörgu leyti mjög stutt en umfram allt áhugaverð. En nú gefst fólki tækifæri til þess að líta yfir sögu netsins með því að heimsækja The Big Internet Museum. Safn sem er opið öllum og frítt inn.

Byrjað er frá byrjun og sagt frá Paul Otlet sem árið 1934 setti fram þá hugmynd að tengja mætti allan heiminn saman með tækninni. Síðan eru forverar netsins kynntir til sögunnar og undir lok sýningarinnar er sagt frá tilurð helstu samfélagsmiðlanna eins og MySpace og Facebook. Einnig er að finna yfirlit yfir internet-æði (meme) eins og Star Wars strákinn og Rickrolling. Margt vekur upp nostalgíu eins og AltaVista leitarvélin, Irc-ið og Netscape vafrinn. Sjón er sögu ríkari og hægt er að heimsækja safnið núna á www.thebiginternetmuseum.com.

-RTR
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑